Opnið gluggann Til ráðstöfunar fyrir áætlun.
Birtir yfirlit yfir allar þekktar þarfir og uppskriftir vegna vöru sem er valin á tilteknum degi. Skýrsluna er hægt að nota til að fá skyndiyfirlit yfir það hvernig vara stendur hvað varðar eftirspurn og framboð.
Skýrslan birtir vörunúmerið og lýsingu ásamt því hve mikið er raunverulega til á lager. Breytingum á áætluðum tiltækum birgðum er raðað í tímaröð á lista og birtar í eftirfarandi dálkum:
Brúttóþörf: Þetta er heildareftirspurnin, sjálfstæð og ósjálfstæð viðkomandi vöru. Sjálfstæð eftirspurn er úr sölupöntunum, þjónustupöntunum, millifærslupöntunum og framleiðsluspám. Ósjálfstæð eftirspurn fer eftir framleiðslupöntunaríhlutum fyrir áætlaða, fastáætlaða og útgefnar framleiðslupantanir. Eftirspurn eftir íhlutum fyrir framleiðslupöntunartillögur á áætlunar- og innkaupatillögublöðum er einnig tekin með.
Áætlaðar móttökur: Þetta eru vörurnar fyrir endurnýjun pöntunartillagna. Þar með eru taldar framleiðslupantanir, áætlunar- og innkaupatillagnablöð.
Tímasettar móttökur: Þetta eru vörurnar úr endurnýjunarpöntununum. Þar með eru taldar fastáætlaðar og útgefnar framleiðslupantanir, innkaupapantanir og millifærslupantanir.
Áætluð staða: Þetta sýnir .áætlaðar birgðir til ráðstöfunar, sem eru núgildandi birgðir + tímasettar móttökur + áætlaðar móttökur - þarfir. Athuga skal að þegar áfyllingaráætlun er reiknuð tekur kerfið áætlaða stöðu sem er neikvæð, sem viðbótarþörf. Nokkrar færibreytur á Birgðaspjaldinu, flipanum Áætlun, hafa áhrif á áætluðu stöðuna:
-
Með reitunum Endurpöntunarmark og Öryggisbirgðir er hægt að tilgreina æskilegt birgðastig. Kerfið fer með þörf sem leidd er af þessum reitum sem hverja aðra þörf þegar gerð er áætlun um áfyllingu.
-
Í reitnum Taka með birgðir er tilgreint hvort taka skuli með núgildandi birgðamagn þegar áætluð staða til ráðstöfunar er reiknuð út. Venjan er að nota birgðir til að uppfylla útistandandi þarfir.
Tegund fylgiskjals: Sýnir tegund fylgiskjalsins með ráðstöfunarmagninu.
Númer fylgiskjals: Sýnir númer viðkomandi upprunaskjals.
Valkostir
Sundurliðað: „Já“ er valið ef skýrslan á að sýna sundurliðaðan lista. „Nei“ er valið ef ekki á að sýna sundurliðaðan lista. Skýrslan mun þess í stað sýna heildareftirspurn og birgðir.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með skýrslur eru í Skoða prófunarskýrslur fyrir bókun, Hvernig á að skoða og prenta skýrslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |