Opnið gluggann Skipting kostnaðarauka (sala).
Stofnar tengingu milli kostnaðarauka og vöru á söluskjali með því að úthluta kostnaði þessara gjalda á sölulínur.
Glugginn samanstendur af hluta með úthlutunarlínum og hluta sem segir til um stöðu kostnaðaraukaskiptingarinnar.
Ef farið er í gluggann úr skjali með vörulínum afritar forritið línurnar í úthlutunargluggann.
Einnig er hægt að bæta við línum með því að nota keyrslurnar sem birtast undir Aðgerðir.
Hlutdeild í kostnaðaraukanum er aðeins úthlutað á þær úthlutunarlínur sem númer hefur verið fært í reitinn Magn til úthlutunar í.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |