Opnið gluggann Verkefnalisti.

Sýnir verkefnin sem hefur verið úthlutað til sölumanna eða teyma. Hægt er að tengja verkefni við tengiliði og/eða söluherferðir. Innihald gluggans fer eftir því hvar í kerfinu hann er opnaður. Ef hann er opnaður á tengiliðaspjaldi, til dæmis, er hægt að skoða hvaða verkefnum viðkomandi tengiliður er tengdur.

Ekki er hægt að færa verkefni beint inn í þennan glugga. Forritið bætir sjálfkrafa við nýrri línu í hvert skipti sem leiðsagnarforritið Stofna verkefni er notað til að stofna verkefni.

Lokuð verkefni og verkefni sem hætt hefur verið við eru neðst á listanum.

Til að fá hjálp við tiltekinn reit er smellt á reitinn og stutt á F1.

Ábending

Sjá einnig