Hægt er að stofna verkefni fyrir alla verkhluta sem varða tengiliði sem úthlutað er á sölumenn eða innkaupendur. Aðeins er hægt að úthluta verkefnum til sölumanna eða innkaupaaðila.
Verkefni eru stofnuð í glugganum Verkefni. Í glugganum Verkefnalisti birtast verkefni fyrir tengiliði, sölumenn, söluherferðir eða teymi eftir því hvar hann er opnaður. Aðferðin sem notuð er til að stofna verkefni á tengiliðaspjaldi er rakin hér að neðan.
Stofnun verkefna:
Í reitnum Leita skal færa inn Tengiliðir og velja síðan viðkomandi tengi.
Veljið tengiliðinn sem verkefnið er stofnað fyrir.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Tengiliður, skal velja Verkefni.
Í glugganum Verkefnalisti á flipanum Heim, í flokknum Vinnsla, skal velja Stofna verkefni. Leiðsagnarforritið Stofna verkefni opnast.
Allir reitirnir í fyrsta glugga leiðsagnarforritsins eru fylltir út og síðan er Áfram hnappurinn valinn.
Reiturinn Lýsing er bundinn og fylla verður hann út áður en hægt er að velja hnappinn Áfram. Textinn í þessum reit verður notaður í reitnum fyrir efni tölvupóstboða. Fyrir verkefni af gerðinni Fundur verður einnig að fylla út reitina Upphafstími og Lengd ef verkefnið varir ekki allan daginn.
Ef verkefnið er fundur er valið sniðmát fyrir tölvupóstboð og tungumálskóta í öðrum leiðsagnarforritsglugganum. Reiturinn Viðhengi sýnir hvort viðhengi fylgir verkefninu. Til að skoða og breyta viðhenginu skal velja svæðið. Viðhengi eru aðeins tiltæk fyrir gesti af gerðinni Tengiliður.
Í línunum fyrir Gestaáætlun eru reitirnir fylltir út fyrir hvern gest.
Upplýsingum um skipuleggjanda verkefnis er ekki hægt að eyða. Valkosturinn Sýna dagbók býðst aðeins þeim gestum sem eru af gerðinni Sölumaður. Valkosturinn Senda fundarboð er aðeins tiltækur fyrir sölumenn og tengiliði með netfang.
Ef verkefnið er annaðhvort Óútfyllt eða Símtal þarf að fylla út reitinn Kóti sölumanns eða Teymiskóti á í öðrum leiðsagnarforritsglugganum áður en hægt er að velja hnappana Áfram eða Ljúka.
Aðrir reitir í síðari gluggum leiðsagnarforritsins eru fylltir út eftir því sem við á. Ef verkefnið er endurtekið skal fylla út reitina í síðasta leiðsagnarforritsglugganum.
Þegar lokið er við að færa inn allar nauðsynlegar upplýsingar er valinn hnappurinn Ljúka.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |