Hægt er að stofna ítrekuð verkefni vegna verkhluta sem unnir eru reglubundið. Til þess að gera það þarf í síðasta glugganum í leiðsagnarforritinu Stofna verkefni að gera eftirfarandi:
-
setja gátmerki í reitinn Ítrekun
-
tilgreina dagsetningarreiknireglu í reitnum Dagsetningarbil ítrekunar
-
og tilgreina dagsetninguna sem kerfið á að nota sem fyrsta skiladag
Frekari upplýsingar eru á Hvernig á að stofna verkefni.
Dæmi
Stofnun verkhluta sem á að vinna aðra hverja viku:
-
Verkefnið er stofnað með því að fylla út reitina í þrem fyrstu gluggunum í leiðsagnarforritinu Stofna verkefni.
-
Í síðasta glugganum í leiðsagnarforritinu er sett gátmerki í reitinn Ítrekun.
-
Í reitinn Dagsetningarbil ítrekunar er fært inn +2w.
-
Smellt er á reitinn Reikn. skiladag og valið Skiladagur.