Þegar búið er að búa til innkaupakreditreikning og færa inn í línurnar er hægt að skoða niðurstöðutölurnar í glugganum Innkaupareikningsupplýsingar.

Upplýsingar skoðaðar um innkaupakreditreikning:

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Innkaupakreditreikningar og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

  3. Búa til innkaupakreditreikning. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Innkaupakreditreikninga.

  4. Í glugganum Innkaupakreditreikningur á flipanum Færsluleit í flokknum Kreditreikningur veljið Upplýsingar.

    Í glugganum Innkaupaupplýsingar á flýtiflipanum Almennt er hægt að skoða samantekt á innkaupakreditreikningi. Ef reikningssléttunaraðgerðin er gerð virk birtast sléttaðar tölur á flýtiflipanum.

    Á flýtiflipanum Lánardrottinn er hægt að skoða ákveðnar grunnupplýsingar um lánardrottininn.

Til athugunar
Ef það þarf að leiðrétta eitthvað er hægt að fara aftur í innkaupakreditreikninginn og gera nauðsynlegar breytingar.

Ábending

Sjá einnig