Opnið gluggann Söluupplýsingar.

Þessi gluggi birtist þegar smellt er á Tengdar upplýsingar, bent á viðeigandi valmyndaratriði (Beiðni, Reikningur eða Kreditreikningur) og svo smellt á Upplýsingar úr söluskjali (t.d. beiðni, reikningur eða kreditreikningur). Til dæmis er glugginn Söluupplýsingar opnaður í glugganum Sölutilboð með því að smella á Tengdar upplýsingar, benda á Tilboð og smella síðan á upplýsingar til þess að opna gluggann Söluupplýsingar. Glugginn sýnir upplýsingar viðeigandi sölulína.

Glugginn Söluupplýsingar felur í sér tvo flýtiflipa: Almennt og Viðskiptamaður. Þessir flýtiflipar sýnar upplýsingar eins og magn, upphæð, VSK og lánamörk viðskiptamanns.

Glugginn Söluupplýsingar birtir góða yfirsýn yfir innihald alls söluskjalsins, sundurliðun í tilteknum línum skjals og sundurliðun mismunandi vara í söluskjali. Einnig er hægt að nota gluggann Söluupplýsingar til að skoða upphæðir sem væru bókaðar ef bókað væri á söluskjal.

Í flýtiflipanum Almennt er upphæðin í reitnum Brúttóupphæð sléttuð samkvæmt innihaldi reitsins Sléttunarnákvæmni reikninga í töflunni Gjaldmiðill fyrir viðeigandi gjaldmiðil. Síðan mun kerfið slétta, eins og með þarf, upphæðirnar í reitunum Upphæð, Afsláttarupphæð birgða, Samtals, og VSK sem upphæðin í reitnum Heildarupphæð með VSK samanstendur af. Upphæðir í reitunum Upphæð, Kostnaður (SGM) og Framlegð (SGM) er sléttuð samkvæmt innihaldi reitsins Sléttunarnákvæmni upphæða í töflunni Gjaldmiðill fyrir viðeigandi gjaldmiðil.

Upphæðirnar í reitunum á flýtiflipanum Almennt eru í sama gjaldmiðli og söluskjalið nema annað sé tekið fram. Reitirnir á flýtiflipanum Almennt sýna eftirfarandi upplýsingar:

Upphæð án VSK

Þessi reitur sýnir nettóupphæð allra lína í söluskjali. Þessi upphæð er ekki með VSK eða afslætti en felur í sér línuafslátt.

Reikningsafsl.upphæð

Þessi reitur sýnir upphæð reikningsafsláttar alls söluskjalsins. Ef gátmerki er í reitnum Reikna reikn.afsl. í glugganum Sölugrunnur reiknast afslátturinn sjálfkrafa. Að öðrum kosti er hann reiknaður þegar smellt er á Aðgerðir og síðan á Reikna reikn.afsl.

Samtals

Þessi reitur sýnir heildarupphæð nema einhver reikningsafsláttur og undanskilinn VSK er fyrir söluskjalið.

VSK% eða VSK-upphæð

Þessi reitur sýnir þá heildarupphæð VSK sem hefur verið reiknuð fyrir allar línur í söluskjali.

Brúttóupphæð

Þessi reitur sýnir upphæðina, með VSK, sem verður bókuð á reikning viðskiptamanns fyrir allar línur í söluskjali ef söluskjalið er bókað. Þetta er sú upphæð sem viðskiptamaður skuldar og er byggð á þessu söluskjali. (Ef fylgiskjalið er kreditreikningur er þetta upphæðin sem viðskiptamaðurinn á inni.)

Sala (SGM)

Þessi reitur sýnir töluna í reitnum Samtals og hún er yfirfærð í SGM.

Upphaflegur kostnaður (SGM)

Þessi reitur sýnir heildarkostnað, í SGM, fjárhagsreikningsfærslna, birgða og/eða forða á söluskjali. Kostnaðurinn er reiknaður sem (kostnaðarverð * magn) birgða eða forða.

Leiðréttur kostnaður (SGM)

Þessi reitur birtir heildarkostnað vara í söluskjalinu, í SGM, sem leiðréttur hefur verið samkvæmt breytingum í upphaflegum kostnaði þessara vara. Ef gildið í reitnum er núll merkir það að engar færslur eru til staðar til að reikna, mögulega vegna gagnaþjöppunar eða vegna þess að leiðréttingarkeyrslan hefur ekki verið keyrð.

Upphæð kostnaðarleiðr. (SGM)

Þessi reitur birtir mismuninn á milli upphaflega kostnaðarins og leiðréttan heildarkostnað vara í sölupöntuninni. Núllgildi í reitnum merkir annað hvort að upphaflegur kostnaður og leiðréttur heildarkostnaður er jafn eða engar færslur eru til staðar til útreiknings, hugsanlega vegna dagsetningarþjöppunar.

Upphafleg framlegð (SGM)

Þessi reitur sýnir mismuninn, í SGM, milli upphæða í reitunum Upphæð og Kostnaður (ISK) fyrir söluskjalið.

Leiðrétt framlegð (SGM)

Þessi reitur sýnir mismuninn, í SGM, milli upphæða í reitunum Upphæð og Leiðréttur kostnaður (ISK) fyrir sölupöntunina. Núll í þessum reitum merkir að engar færslur eru til staðar í útreikning, hugsanlega vegna dagsetningarþjöppunar.

Upphafleg framlegðar%

Þessi reitur sýnir framlegð sem prósentu af upphæðinni í reitnum Upphæð.

Leiðrétt framlegðar%

Þessi reitur sýnir framlegð, leiðrétta samkvæmt breytingum á upphaflegum kostnaði vara, sem prósentur af upphæðinni í reitnum Upphæð.

Magn

Þessi reitur sýnir heildarmagn í fjárhagsreikningsfærslum, birgðum og/eða forða á söluskjali. Ef sléttuð upphæð stafar af því að gátmerki er í reitnum Sléttun reiknings í glugganum Sölugrunnur er magn varanna á söluskjalinu plús einn í reitnum Magn.

Pakkningar

Þessi reitur sýnir heildarfjölda pakkninga í söluskjali.

Nettóþyngd

Þessi reitur sýnir heildarnettóþyngd vara á söluskjali.

Brúttóþyngd

Þessi reitur sýnir brúttóþyngd vara á söluskjali.

Rúmmál

Þessi reitur sýnir heildarrúmmál vara í söluskjali.

Reitirnir á flýtiflipanum Viðskiptamaður sýna eftirfarandi upplýsingar:

Staða (SGM)

Þessi reitur sýnir stöðu í SGM á reikningi viðskiptamanns.

Hámarksskuld (SGM)

Tveir reitir sýna upplýsingar um hámarksskuld viðskiptamanns. Fyrri reiturinn sýnir hámarksskuld þess viðskiptamanns sem söluskjalið var gert fyrir í SGM. Seinni reiturinn sýnir prósentu hámarksskuldar sem viðskiptamaður hefur notað.

Ábending

Sjá einnig