Opnið gluggann Flytja út samstæðu.

Flytur út færslur frá fyrirtækiseiningu í samstæðufyrirtæki. Við uppsetningu samsteypufyrirtækis verður að flytja inn allar færslur úr töflunni Fyrirtækiseining í samsteypufyrirtækinu með keyrslunni Flytja inn samstæðu úr skrá.

Unnið er úr öllum færslum allra fjárhagsreikninga. Samtala er fengin og flutt út úr efni færslna í reitunum Upphæð í sérhverri samsetningu altækrar víddar og dagsetningar. Þá er unnið úr næstu samsetningu altækrar víddar og dagsetningar með sama reikningsnúmeri og síðan úr samsetningu næsta reikningsnúmers og svo framvegis.

Útfluttar færslur innihalda eftirfarandi reiti: Fjárhagsreikn.nr., Bókunardags., Debetupphæð, Kreditupphæð, Kreditupphæð annars gjaldm., og hugsanlega víddarkóta.

Dagsetning sem notuð er er annaðhvort lokadagsetning tímabilsins eða nákvæm dagsetning færslunnar ef sögulegt gengi er notað sem Samstæðu-umreikningsaðferð.

Valkostir

Reitur Lýsing

Skrársnið

Skráin sem nota á fyrir samsteypuna er valin. Ef móðurfyrirtækið sem framkvæmir samsteypuna hefur einnig útgáfu Microsoft Dynamics NAV4.0 eða nýrri útgáfu af kerfinu skal velja .xml-snið. Annars er .txt-snið valið.

Upphafsdagsetning

Færa skal inn fyrstu dagsetningu tímabils færslna sem flytja á út. Ef lokunardagsetning er notuð verða upphafs- og lokadagsetningar að vera þær sömu.

Lokadagsetning

Færa skal inn síðustu dagsetningu tímabils færslna sem á að flytja út. Það tímabil sem tiltekið er með Upphafsdagsetning og Lokadagsetning getur ekki verið lengra en 500 dagar. Ef lokunardagsetning er notuð verða upphafs- og lokadagsetningar að vera þær sömu.

Afrita víddir

Velja skal víddirnar ef þú vilt að færslurnar séu flokkaðar eftir víddum þegar þær eru fluttar.

Yfirgjaldmiðilskóti

Gjaldmiðilskóti fyrirtækisins sem framkvæmir samsteypuna er valinn.

Ábending

Sjá einnig