Opnið gluggann Setja inn tengsl bilana/úrlausnakóta.
Setur sambönd milli bilunarkóta, villusvæðakóta, einkennakóta og úrlausnarkóta þar sem hægt er að styðjast við þjónustuvöruflokka. Ef keyrslan er notuð fær viðkomandi aðgang að upplýsingum um líklegustu samsetningar kótanna.
Með keyrslunni er leitað í gegnum töfluna Þjónustuafhendingarlína og færslur búnar til í töflunni Tengsl bilunar-/úrlausnarkóða fyrir allar tiltækar samsetningar af bilunarkótum og úrlausnarkótum fyrir hvern þjónustuvöruhóp. Hún telur tilvik hverrar samsetningar.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Frá dags. | Færð er inn fyrsta bókunardagsetning þjónustupöntunarinnar sem hafa á með í keyrslunni. |
Til dags. | Færð er inn síðasta bókunardagsetning þjónustupöntunarinnar sem hafa á með í keyrslunni. |
Tengsl byggð á þjónustuvöruflokki | Smellt er í reitinn ef keyrslan á að finna tengsl bilunar-/úrlausnarkóta fyrir hvern þjónustuvöruflokk. |
Varðveita handfærðar færslur | Valið ef nota á keyrsluna til að eyða eldri vélfærðum færslum aðeins áður en settar eru inn nýjar færslur. Með keyrslunni eru aðeins varðveittar handfærðar færslur. Ef þessi reitur er ekki valinn eyðir keyrslan öllum færslum í töflunni áður en nýjar færslur eru settar inn. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |