Opnið gluggann Breyta verkdagsetningum.
Færa áætlunarlínur verks milli tímabila.
Þetta er gagnlegt ef áætlunarlínur hafa verið afritaðar úr öðru verki og nú er óskað eftir að endurraða dagsetningunum með því að flytja þær allar yfir á aðra daga.
Einnig má nota þessa keyrslu til að uppfæra gengi gjaldmiðla fyrir tiltekin verk. Þetta er gagnlegt ef gengi gjaldmiðla hefur breyst, og óskað er eftir að verk séu uppfærð samkvæmt nýja genginu.
Valkostir
Í hlutanum Gjaldmiðilsdagsetning er tilgreint hvernig breyta skuli dagsetningu gengis gjaldmiðla. Ekki þarf að útfylla reitina innan þessa hluta nema breyta eigi gjaldmiðilsdagsetningu verkanna.
Í hlutanum Áætlunardagsetning er tilgreint hvernig breyta skuli áætlunardagsetningum. Ekki þarf að útfylla reitina innan þessa hluta nema breyta eigi áætlunardagsetningum verkanna.
Reitur | Lýsing |
---|---|
Breyta gjaldmiðilsdagsetningu | Valið til að tilgreina að uppfæra skuli gengi gjaldmiðla fyrir þau verk sem tekin eru með í keyrslunni. |
Breyta dagsetningu (Gjaldmiðilsdagsetning) | Tilgreina skal hvernig dagsetningum afrituðu færslnanna skuli breytt með notkun dagsetningarreglu. Sjá Hvernig á að færa inn dagsetningu og tíma fyrir frekari upplýsingar um dagsetningareglur. |
Föst dags. (Gjaldmiðilsdagsetning) | Færið inn dagsetningu til að flytja gjaldmiðilsdagsetningu allra áætlunarlína á einn tiltekinn dag. |
Taka línutegund með (Gjaldmiðilsdagsetning) | Velja skal tegund áætlunarlína þar sem breyta á gjaldmiðilsdagsetningu. <Autt> - Gjaldmiðilsdagsetning er ekki breytt fyrir neina áætlunarlínu. Áætlun - Gjaldmiðilsdagsetning er breytt fyrir áætlunarlínur af tegundinni Áætlun eða af tegundinni Bæði áætlun og samningur. Samningur - Gjaldmiðilsdagsetning er breytt í áætlunarlínum af tegundinni Samningur eða af tegundinni Bæði áætlun og samningur. Áætlun+samningur - Gjaldmiðilsdagsetning er breytt fyrir allar áætlunarlínur innan þeirra verka og verkhluta sem tilgreind eru á flýtiflipanum Verk. |
Taka með gjaldmiðilsdags. frá | Slá skal inn upphafsdagsetningu tímabils þeirra gjaldmiðilsdagsetninga sem á að færa til. Aðeins verða teknar með áætlunarlínur með gjaldmiðilsdagsetningu þann dag eða síðar. |
Taka með gjaldmiðilsdags. til | Slá skal inn lokadagsetningu tímabils þeirra gjaldmiðilsdagsetninga sem á að færa til. Aðeins verða teknar með áætlunarlínur með gjaldmiðilsdagsetningu þann dag eða fyrr. |
Breyta áætlunardags. | Valið til að tilgreina að breyta skuli áætlunardagsetningum þeirra verka sem tekin eru með í keyrslunni. |
Breyta dagsetningu (Áætlunardagsetning) | Tilgreina skal hvernig dagsetningum afrituðu færslnanna skuli breytt með notkun dagsetningarreglu. |
Föst dags. (Áætlunardagsetning) | Færið inn dagsetningu til að flytja áætlunardagsetningu allra áætlunarlína á einn tiltekinn dag. |
Taka línutegund með (Áætlunardagsetning) | Velja skal tegund áætlunarlína sem áætlunardagsetningu skal breytt fyrir. <Autt> - Áætlunardagsetning er ekki breytt fyrir neina áætlunarlínu. Áætlun - Áætlunardagsetning er breytt fyrir áætlunarlínur af tegundinni Áætlun eða af tegundinni Bæði áætlun og samningur. Samningur - Áætlunardagsetning er breytt í áætlunarlínum af tegundinni Samningur eða af tegundinni Bæði áætlun og samningur. Áætlun+samningur - Áætlunardagsetning er breytt fyrir allar áætlunarlínur innan þeirra verka og verkhluta sem tilgreind eru á flýtiflipanum Verk. |
Taka með áætlunardags. frá | Slá skal inn upphafsdagsetningu tímabils þeirra áætlunardagsetninga sem á að færa til. Aðeins verða teknar með áætlunarlínur með áætlunardagsetningu þann dag eða síðar. |
Taka með áætlunardags. til | Slá skal inn lokadagsetningu tímabils þeirra áætlunardagsetninga sem á að færa til. Aðeins verða teknar með áætlunarlínur með áætlunardagsetningu þann dag eða fyrr. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |