Í Microsoft Dynamics NAV, er hægt að framkvæma innleiðarferlið til að taka við og ganga frá á fjóra vegu, með því að nota mismunandi eiginleika, allt eftir flækjustigi vöruhússins.

Aðferð Ferli á innleið Hólf Móttaka Frágangur Flækjustig (Sjá Hönnunarupplýsingar uppsetningvöruhúss)

A

Bóka móttöku og frágang frá pöntunarlínunni

X

2

B

Bóka móttöku og frágang frá birgðafrágangsskjali

X

3

C

Bóka móttöku og frágang frá vöruhúsamóttökuskjali

X

4/5/6

D

Bóka móttöku frá vöruhúsamóttökuskjali og bóka frágang frá vöruhúsafrágangsskjali

X

X

4/5/6

Frekari upplýsingar eru í Hönnunarupplýsingar: vöruhúsaflæði inn.

Eftirfarandi kynning sýnir aðferð B í fyrri töflu.

Um kynninguna

Í grunnvöruhúsi þar sem staðsetning er sett upp þannig að krafist sé frágangs en ekki móttökuvinnslu skal nota gluggann Birgðafrágangur til að skrá og bóka frágang og afhendingarupplýsingar fyrir upprunaskjöl á innleið. Upprunaskjalið á innleið getur verið innkaupapöntun, söluvöruskilapöntun, millifærslupöntun á innleið eða framleiðslupöntun þar sem úttakið er tilbúið til frágangs.

Þessi kynning fjallar um eftirfarandi verk.

  • Stilli SILVER staðsetningu fyrir birgðafrágang.
  • Stilli SILVER staðsetningu fyrir meðhöndlun hólfa.
  • Skilgreinir sjálgefið hólf fyrir vöru LS-81. (LS-75 er þegar uppsett í CRONUS.)
  • Stofna innkaupapöntun fyrir lánardrottinn 10000 fyrir 40 hátalara.
  • Staðfesti að frágangshólfin er forstillt samkvæmt uppsetningu.
  • Gefur út innkaupapöntunina fyrir afgreiðslu vöruhúss.
  • Stofna birgðafrágang byggðan á útgefnu upprunaskjali.
  • Staðfesti að frágangshólfin erfast úr innkaupapöntuninni.
  • Skráir vöruhúsahreyfinguna í vöruhúsið og bókar á sama tíma innkaupamóttökuna fyrir upprunaskjal innkaupapöntunarinnar.

Hlutverk

Þessi kynning sýnir þau verk sem framkvæmd eru með eftirfarandi hlutverkum notenda:

  • Yfirmaður vöruhúss
  • Innkaupaaðili
  • Starfsmaður í vöruhúsi

Frumskilyrði

Til að ljúka þessari kynningu þarf:

  • Microsoft Dynamics NAV með Setja upp sýnigagnagrunninn CRONUS Ísland hf. fyrir kynningu uppsett.
  • Til að gera notanda að starfsmanni vöruhúss í SILVER staðsetningu á eftirfarandi hátt:
    1. Í reitnum Leit skal færa inn Vöruhúsastarfsmenn og velja síðan viðkomandi tengil.
    2. Velja reitinn Kenni notanda og velja síðan eigin notandareikning notanda í glugganum Notendur.
    3. Í reitnum Staðsetningarkóði er fært inn SILVER.
    4. Veljið reitinn Sjálfgildi.

Ferill

Stjórnandi vöruhússins hjá CRONUS Ísland hf. setur upp SILVER-vöruhúss fyrir grunnfrágang þar sem starfsmenn vöruhússins meðhöndla pantanir á innleið í samræmi við fyrirframgreindan hólfastrúktúr. Innkaupaaðilinn hjá CRONUS býr til innkaupapöntun með 10 einingum af vöru LS-75 og 30 einingum af vöru LS-81 frá lánardrottni 10000 sem afhenda á til SILVER vöruhússins. Þegar sending berst í vöruhúsið, gengur starfsmaður vöruhússins frá vörunum í sjálfgefin hólf sem eru skilgreind fyrir vörurnar. Frágangurinn er bókaður, vörurnar eru bókaðar sem mótteknar í birgðir og tiltækar til sölu eða aðra eftirspurn.

Uppsetning staðsetningarinnar

Uppsetning gluggans Birgðageymsluspjald skilgreinir vöruhúsaflæði fyrirtækisins.

Uppsetning staðsetningar

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Birgðageymslur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. SILVER-staðsetningarspjaldið er opnað.

  3. Veljið gátreitinn Þarf að ganga frá.

    Setjið svo upp sjálfgefið hólf fyrir vörunúmerin tvö til að stjórna hvar gengið sé frá þeim.

  4. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Birgðageymsla, skal velja Hólf.

  5. Veljið fyrstu línuna, fyrir hólf S-01-0001 og á flipanum Heima, í flokknum Hólf, skal velja Innihald.

    Takið eftir í glugganum Innihald hólfs að varan LS-75 er nú þegar stillt sem efni í hólfi S-01-0001.

  6. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

  7. Reitirnir Fast og Sjálfgildi eru valdir.

  8. Í reitnum Vörunr. er slegið inn LS-81.

Stofna innkaupapöntunina

Innkaupapantanir eru algengustu tegundir af upprunaskjölum á innleið.

Innkaupapöntunin stofnuð

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Innkaupapantanir og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

  3. Stofna innkaupapöntun fyrir lánardrottinn 10000 á vinnudeginum (23. Janúar) með eftirfarandi innkaupapöntunarlínum.

    Vara Staðsetningarkóði Hólfkóði Magn

    LS_75

    SILVER

    S-01-0001

    10

    LS-81

    SILVER

    S-01-0001

    30

    Til athugunar
    Hólfkóðinn færist sjálfvirkt inn samkvæmt uppsetningunni sem gerð var í hlutanum „Staðsetning sett upp.“

    Tilkynnið svo vöruhúsinu að innkaupapöntunin sé tilbúin til afgreiðslu í vöruhúsi þegar sendingin berst.

  4. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Afhending veljið Afhending.

    Afhending hátalara frá lánardrottni 10000 hefur borist til SILVER vöruhússins og starfsmaður gengur svo frá þeim.

Móttaka og frágangur varanna

Í glugganum Birgðafrágangur er hægt að meðhöndla alla virkni vöruhúss á innleið fyrir tiltekið upprunaskjal, til dæmis innkaupapöntun.

Tekið á móti og gengið frá vörunum

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Birgðafrágangur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

  3. Veljið reitinn Upprunaskjal og svo Innkaupapöntun.

  4. Veljið reitinn Upprunanúmer, skal velja línuna fyrir innkaupin frá lánardrottni 10000 og skal velja svo hnappinn Í lagi.

    Að öðrum kosti, á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar skal velja Sækja upprunaskjalog síðan innkaupapöntunina.

  5. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Færa magn sjálfkrafa til afgreiðaslu.

    Að öðrum kosti, í reitnum Magn til afgreiðslu er fært inn 10 og 30 í birgðafrágangslínurnar tvær, í þeirri röð.

  6. Á flipanum Aðgerðir í hópnum Bókun er valið Bóka, svo Móttaka og svo hnappurinn Í lagi.

    Frágangur hátalaranna 40 í hólf S-01-0001 er nú skráður og jákvæð birgðafærsla er stofnuð sem endurspeglar hina bókuðu innkaupamóttöku.

Sjá einnig