Skoða má verknotkun allt að lokum verkefnis í einu skrefi. Til þess er notuð keyrslan Verk - Reikna eftirstandandi notkun fyrir alla verkhluta allt að og með lokum verks.
Á þennan hátt má rekja og bera saman upprunalega áætlun við raunverulegar niðurstöður og gera breytingar eða bæta við færslum eftir þörfum.
Taka má dæmi af notanda sem hefur áætlað að verk taki 10 klukkustundir en það hefur þegar tekið 15 klukkustundir. Hann getur bætt klukkustundunum fimm við færslubókarlínu sem fyrir er eða búið til nýja færslubókarlínu til að skilgreina þessa fimm tíma sem yfirvinnu, sem er önnur tegund vinnu.
Raunkostnaður og verð eru reiknuð út, sem svo er hægt að bóka í færslubókina.
Til athugunar |
---|
Birgðafærslur stofna birgðafærslur og minnka birgðir. Keyrslan Bóka birgðabreytingar færir kostnaðinn úr birgðum í fjárhag. Forðafærslur stofna forðafærslur. |
Til að skoða verknotkun og áætlun
Í reitinn Leita skal færa inn Verkbók og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Reikna eftirstandandi notkun.
Í glugganum Verk - Reikna eftirstandandi notkun, á flipanum Valkostir, er fært inn númer skjalsins og bókunardagsetning, sem skal færa inn í færslubókina.
Á flipanum Verkhluti eru afmörkunarskilyrðin tilgreind.
Velja hnappinn Í lagi.
Færslubókin er uppfærð svo hún sýni breytingarnar.
Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Bóka.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |