Í fylkinu Birgðagreining eftir víddum er hægt að skoða upphæðirnar í fjárhag með því að nota greiningaryfirlit sem þegar hafa verið sett upp.

Birgðagreiningaryfirlit skoðuð eftir víddum

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Birgðaskoðun eftir vídd og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Veljið greiningaryfirlitið. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Breyta greiningaryfirliti. Glugginn Birgðagreining eftir víddum opnast.

  3. Fyllt er út í reitina á hverjum flýtiflipa.

  4. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Sýna fylki til að birta fylkið.

  5. Til að sjá lýsingu á upphæð sem er sýnd í fylkisglugganum er smellt á upphæðina .

Í dálkunum í fylkinu eru einnig eftirfarandi upplýsingar:

Kóti

Í þessum reit er kóti víddargildis.

Heiti

Í þessum reit er heiti víddargildis.

Heildarupphæð

Í þessum dálki er heildarupphæð fyrir þá tegund upphæða sem var valin á flýtiflipanum Valkostir í reitnum Sýna.

Fylki

Í hverjum dálk hægra megin í fylkinu eru upphæðir sem byggðar eru á greiningaryfirlitinu.

  • Dálkarnir til vinstri innihalda upplýsingar sem byggjast á því sem valið er í reitnum Sýna sem línur í beiðniglugganum.
  • Dálkarnir til hægri innihalda upplýsingar sem byggjast á því sem valið er í reitnum Sýna sem dálka í beiðniglugganum.
Til athugunar
Hægt er að nota skýrsluna Víddir - Sundurliðun til að sýna ítarlega flokkun á notkun vídda í færslum á tilteknu tímabili. Hægt er að nota skýrsluna Víddir - Heild til að sýna aðeins heildarupphæðirnar.

Ábending
Flýtilipinn Valkostur gefur færi á ýmsum valmöguleikum til að skoða upphæðina. Hægt er að breyta útlitinu enn frekar.

Einnig er hægt að breyta útlitinu með því að breyta innihaldi reitanna Sýna sem línur og Sýna sem dálka . T.d. er hægt að nota eitt greiningaryfirlit með fjórum víddum til að skipta greiningaryfirlitinu niður á 42 vegu.

Til að víxla línum og dálkum er farið á flipann Færsluleit, flokkinn Aðgerðir og Víxla línum og dálkum valið í beiðniglugganum.

Ábending

Sjá einnig