Greiningaryfirlits birgða sýnir valda samsetningu vídda fyrir tilgreinda vöru eða vörur á tiltekinni birðgageymslu. Hægt er að geyma og sækja hverja greiningu sem sett hefur verið upp. Upplýsingar um uppsetningu greiningaryfirlits eru geymdar í greiningaryfirlitsspjaldi til að einfalda greiningu seinna.

Að setja upp birgðagreiningaryfirlit

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Birgðagreining yfirlitspjald og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Glugginn Birgðagreiningaryfirlitsspjald opnast.

  3. Fylla inn í reitina til að tilgreina fyrir hvaða vöru eða vörur og birgðageymsla á að greina vídd.

  4. Til að bæta öðrum víddarkótum við þær þrjár sem fyrir eru á flýtiflipanum Víddir er farið í flipann Færsluleit, flokkinn Greining og Afmörkun valin.

  5. Í glugganum Afmörkun vörugreiningaryfirlits tilgreinið aðra víddarkóta sem á að greina afköst vörunnar með.

  6. Til að uppfæra yfirlitið er farið í gluggann Vörugreiningaryfirlitsspjald, flipann Heim, flokkinn Vinna og Uppfæra valið.

Hægt er að skoða sömu afkastavísa fyrir vörur í línuritinu. Frekari upplýsingar eru í Birgðaafköst.

Ábending

Sjá einnig