Þegar búið er að flytja flokkunina inn eða uppfæra hana verður að setja nauðsynlegar upplýsingar í skemalínurnar. Meðal þessara upplýsinga eru grunnupplýsingar um fyrirtækið, réttir ársreikningar, athugasemdir við ársreikninga, viðbótarskemu og aðrar upplýsingar sem krafist er við skýrslugerðina.
XBRL-línur eru settar upp með því að varpa gögnum úr flokkuninni í gögn í fjárhag.
XBRL línur settar upp
Í reitnum Leit skal færa inn XBRL-flokkanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum XBRL-flokkanir veljið flokkun af listanum.
Á flipanum Heim í flokknum Vinna skal velja Línur.
Valin er lína og fyllt út í reitina. Nánari upplýsingar um tiltekinn reit fást með því að velja reitinn og ýta á F1.
Til að lesa ítarlegar upplýsingar um hvað á að fylla út er farið í Færsluleit, flokkinn XBRL-lína og Upplýsingar valdar.
Til að setja upp vörpun fjárhagsreikninga í bókhaldslykli í XBRL-línur er farið í Færsluleit, flokkinn XBRL-lína, og Fjárhagskortslínur valdar.
Ef bæta á athugasemd við ársreikninginn skal fara í Færsluleit, fara í flokkinn XBRL-lína og velja Athugasemdir.
Til athugunar |
---|
Aðeins er hægt að flytja út gögn sem samsvara því sem hefur verið valið í reitnum Tegund uppruna, þar á meðal lýsingu og athugasemdir. |
Til athugunar |
---|
Línur sem ekki skipta máli er hægt að merkja sem línutegund Á EKKI VIÐ og eru þá ekki fluttar út. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |