XBRL (e Xtensible Business Reporting Language) er XML-miðað tölvumál fyrir viðskiptaskýrslugerð. Með XBRL fæst staðall til samræmdrar skýrslugerðar fyrir alla notendur fjárhagslegra upplýsinga, svo sem opinber fyrirtæki og fyrirtæki í einkaeign, endurskoðendur, eftirlitsaðila, þá sem starfa við greiningu, fjárfesta, fjármagnsmarkaði og lánastofnanir, ennfremur aðra aðila, til dæmis forritara og þá sem starfa við gagnasöfn.
Flokkunum er haldið við á www.xbrl.org. Hægt er að sækja flokkanir eða fá nánari upplýsingar á XBRL-vefsetrinu.
Aðferðir í XBRL
Aðili sem vill skiptast á fjárhagslegum upplýsingum við notandann lætur hann hafa flokkun (XML-skjal) með einu eða fleiri skemum, sem hvert er með einni eða tveimur línum til að fylla út. Línurnar svara til einstakra fjárhagslegra atriða sem sendandinn biður um. Línurnar svara til einstakra fjárhagslegra atriða sem sendandinn biður um. Flokkunin er flutt inn í forritið og skemað eða skemun fyllt út með því að færa inn reikninginn eða reikningana sem eiga við hverja línu og hvaða tímamörk skuli nota, t.d. nettóbreytingu eða stöðu til dags. Í sumum tilvikum er hægt að færa inn fasta í stað, t.d., starfsmannafjölda. Nú er hægt að senda tilviksskjalið (XML-skjal) til aðilans sem bað um upplýsingarnar. Hugmyndin er að þetta gæti verið endurtekið tilvik svo að ekki séu flutt út ný tilviksskjöl fyrir ný tímabil nema beðið sé um það.
XBRL er myndað úr eftirfarandi hlutum
XBRL lýsingin útskýrir hvað XBRL er og hvernig XBRL tilviksskjöl og flokkanir eru byggð upp. XBRL-lýsingin útskýrir XBRL með tæknilegum hugtökum og er fyrir tæknifólk.
XBRL skemun eru grunnhlutar XBRL. Skemað er XSD-raunskráin sem lýsir því hvernig byggja á upp tilviksskjöl og flokkanir.
XBRL- tenglagrunnarnir eru XML-raunskrárnar sem í eru ýmsar upplýsingar um einingarnar sem er að finna í XBRL-skemanu, svo sem merki á einu eða fleiri málum, hvernig þau tengjast, hvernig leggja á saman einingar o.s.frv.
XBRL flokkun er "orðalisti" eða "orðabók" búin til í samvinnu og samhæf XBRL-lýsingunni og notuð til að skiptast á viðskiptaupplýsingum.
XBRL Tilviksskjal er viðskiptaskýrsla, t.d. ársreikningur, sem gerður er samkvæmt XBRL-lýsingu. Merking gildanna í tilviksskjalinu er útskýrð í flokkuninni. Tilviksskjal er gagnslítið nema maður þekki flokkunina sem það er útbúið eftir.
Lagskiptar flokkanir
Flokkun getur verið sett saman úr grunnflokkun, t.d. us-gaap eða IAS, og haft einn eða fleiri viðauka. Þetta er endurspeglað með því að flokkun vísar til eins eða fleiri skema sem öll eru sérstakar flokkanir. Þegar viðbótarflokkanirnar eru settar inn í gagnagrunninn er nýju einingunum einfaldlega bætt aftan við fyrirliggjandi einingar.
Tenglagrunnar
Í XBRL lýsingu 2 er flokkuninni lýst í nokkrum XML-skrám. Aðal-XML-skráin er flokkunarskemaskráin sjálf (.xsd-skrá) sem í er aðeins óraðaður listi eininga eða staðreynda sem eiga að vera í skýrslunni. Þessu til viðbótar eru yfirleitt tengdar tenglagrunnsskrár (.xml). Í tenglagrunnsskránum eru gögn sem eru nauðsynleg fyrir flokkunarskemaskrána (.xsd-skrána). Til eru sex tegundir tenglagrunnsskráa og fjórar þeirra eru notaðar í Microsoft Dynamics NAV XBRL. Þær eru:
-
Merkjatenglagrunnur: í þessum tenglagrunni eru merki eða heiti einingar. Skráin kann að innihalda merki á mismunandi tungumálum sem eru auðkennd með XML-eiginleikanum sem kallast 'lang'. XML-tungumálskenni innihalda venjulega tveggja stafa skammstöfun og þó að auðvelt sé að giska á hvað skammstöfunin þýðir er engin tenging við Windows-tungumálakóðann eða tungumálakóðana sem skilgreindir eru í sýndargögnunum. Þegar notandi flettir upp tungumálunum fyrir tiltekna flokkun getur hann því séð allar merkingarnar fyrir fyrstu eininguna í flokkuninni, sem þýðir að hann sér dæmi fyrir hvert tungumál. Flokkun getur haft nokkur merkistenglagrunna tengda honum ef þessir tenglagrunnar innihalda ólík tungumál.
-
Tenglagrunnur framsetningar Í þessum tenglagrunni eru upplýsingar um skipan eininganna, eða nánar tiltekið, hvernig útgefandi flokkunarinnar leggur til að forritið setji flokkunina fram fyrir notandann. Tenglagrunnurinn inniheldur röð tengla sem hver tengir tvær einingar sem yfir- og undireiningu. Þegar öllum tenglunum er beitt má sjá einingarnar í stigveldisröð. Athuga skal að tenglagrunnur framsetningar snýst aðeins um þetta: framsetningu eininga fyrir notandann.
-
Tenglagrunnur útreikninga: Í þessum tenglagrunni eru upplýsingar um það hvaða einingar eru lagðar saman úr hverjum. Skipanin er nauðalík þeirri sem er á tenglagrunni framsetningar, nema að hver tengill eða 'ör', eins og þeir eru kallaðir, hefur vægiseiginleika. Vægið getur verið 1 eða -1 eftir því hvort einingunni skuli bætt við eða hún dregin frá yfireiningu sinni. Athuga skal að samtölurnar þurfa ekki endilega að samræmast sýnilegri framsetningu.
-
Tilvísunartenglagrunnur: Þessi tenglagrunnur er xml-skrá sem inniheldur viðbótarupplýsingar um gögnin sem krafist er af útgefanda flokkunarinnar.