Fyrsta skrefið þegar beita á XBLR-aðgerðum er að flytja inn flokkunina í gagnagrunn fyrirtækisins. Flokkun er mynduð úr einu eða fleiri skemum og nokkrum tenglagrunnum. Þegar búið er að flytja inn bæði skemu og tenglagrunna og þetta tengt saman er hægt að setja upp línur og varpa fjárhagsreikningum í bókhaldslykli í viðeigandi flokkunarlínur.

Flokkanir fluttar inn

  1. Í reitnum Leit skal færa inn XBRL-flokkanir og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum XBRL-flokkanir er búin til ný lína og heiti og lýsing flokkunarinnar færð inn.

  3. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Flokkun, skal velja Grindur og færa inn lýsing á skemanu.

  4. Skema er flutt inn með því að fara í gluggann XBRL-grindur, flipann Heim, flokkinn Ferli, velja Flytja inn og velja síðan möppu og XSD-skrá. Velja hnappinn Opna.

  5. Tenglagrunnur er fluttur inn með því að fara í gluggann XBRL-grindur, flipann Heim, flokkinn Ferli, velja Tenglagrunnar og velja síðan möppu og XML-skrá. Velja hnappinn Opna.

  6. Nú er hægt að tengja tenglagrunninn skemanu. Þetta er endurtekið þar til búið er að flytja inn alla tenglagrunnana.

  7. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Jafna flokkun til að tengja tenglagrunninn skemanu.

Mikilvægt
Í stað þess að tengja tenglagrunnana hvern um sig þegar innflutningi er lokið er hægt að bíða þar til búið er að flytja inn alla tenglagrunnana og tengja þá síðan alla á sama tíma. Það er gert með því að velja hnappinn NEI þegar beðið er um að tenglagrunninum sem verið var að flytja inn sé jafnað við skemað. Síðan skal velja línurnar með tenglagrunnana sem á að notast við.

Ábending

Sjá einnig