Þegar veitt er þjónusta vegna þjónustuvöru sem er samsett úr íhlutum þarf kannski að skipta á gölluðum íhlut og nýjum. Í hvert sinn sem færður er inn varahlutur vegna þjónustuvöru úr íhlutum er hægt að velja um að skipta um íhlut eða stofna nýjan.
Skipt um íhlut
Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustuverkhlutar og velja síðan viðkomandi tengi.
Valinn er línan sem inniheldur viðeigandi þjónustuvöru. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Þjónustuverkhlutar, skal velja hnappinn Þjónustuvörublað.
Færð er inn ný þjónustulína.
Í reitnum Tegund skal velja kostinn Vara.
Í reitnum Nr. er valinn íhluturinn sem á að skipta út.
Ýtt er á færsluhnappinn. Þá birtist svarreitur með þremur valreitum: Skipta um íhlut, Nýr íhlutur og Hunsa.
Eftirfarandi tafla lýsir þessum valkostum í meiri smáatriðum.
Valkostur Lýsing Skipta út íhlut
Breytir stöðu íhlutarins sem verið er að skipta um í óvirka og hann birtist á lista yfir íhluti sem skipt hefur verið um vegna þjónustuvörunnar.
Nýr Íhlutur
Færir inn nýjan íhlut á íhlutalista þjónustuvörunnar.
Hunsa
Kerfið gerir ekkert við íhlutalista þjónustuvörunnar.
Velja Skipta um íhlut. Glugginn Þjónustuvöruíhlutalisti opnast.
Valinn er íhluturinn sem á að skipta um og smellt á Í lagi til að skipta um íhlut.
Kerfið skráir ekki nýju vöruna sem íhlut þjónustuvörunnar fyrr en búið er að bóka þjónustulínuna eða þjónustupöntunina.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |