Hægt er að fylla út reitina í Intrastatbókinni handvirkt eða sækja birgðafærslur sjálfvirkt með færslubókarkeyrslu. Áður en hægt er að gera þetta þarf að setja upp sniðmát og keyrslur Intrastatbókarinnar.
Fært inn í Intrastatbækur:
Í reitnum Leit skal færa inn Intrastatbók og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Intrastatbók skal velja viðeigandi færslubókarkeyrslu í reitnum Heiti keyrslu og velja því næst hnappinn Í lagi.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Í vinnslu veljið Sækja færslur. Reitirnir Upphafsdags. og Lokadagsetning eru þegar komnir með dagsetningarnar sem tilgreindar eru fyrir upplýsingatímabilið í bókarkeyrslunni.
Hægt er að færa prósentu í reitinn Kostnaðarregla % (til að ná yfir flutning og tryggingar). Ef færð er inn prósenta verður efni reitsins Upplýsingagildi í færslubókinni hlutfallslega hærra.
Veldu hnappinn Í lagi til að hefja keyrsluna.
Keyrslan sækir allar birgðafærslur á upplýsingatímabilinu og setur þær inn í Intrastatbókina sem línur. Ef einhverjar upplýsingar vantar er hægt að færa þær inn í viðkomandi reiti.
Mikilvægt |
---|
Keyrslan sækir aðeins þær færslur sem eru með lands-/svæðiskóta og fengið hafa Intrastatkóta í glugganum Lönd/svæði. Þess vegna er brýnt að færa inn Intrastatkóta fyrir lands-/svæðiskótana sem keyrslan er fyrir. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |