Hægt er að flytja áætlanir inn og út með keyrslunum Flytja inn áætlun úr Excel og Flytja út áætlun í Excel.
Til dæmis er hægt að flytja út áætlunarfærslur og vinna gögnin í Microsoft Excel. Síðan er hægt að flytja inn breyttu gögnin.
Áætlun flutt út
Í reitnum Leit skal færa inn Fjárhagsáætlanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Veldu áætlun. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna skal velja Breyta áætlun.
Á flýtiflipanum Afmarkanir í reitnum Afmörkun fjárhagsreiknings skal velja fjárhagsreikningsnúmer.
Á flipanum Heim í flokknum Excel skal velja Flytja út í Excel.
Í glugganum Flytja út áætlun í Excel í flýtiflipanum Valkostir fyllið út reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur Lýsing Upphafsdagsetning
Upphafsdagsetning fyrir áætlunina.
Fjöldi tímabila
Fjöldi reikningstímabila.
Lengd tímabils
Lengd reikningstímabila áætlunarinnar.
Dálkavíddir
Einnig er hægt að tilgreina víddirnar sem eiga að fylgja.
Til athugunar Hafi afmarkanir verið settar á víddir á flýtiflipanum Fjárhagsáætl.færsla þarf alltaf að tilgreina sömu víddirnar í reitnum Dálkvíddir á flýtiflipanum Valkostir. Víddarupplýsingar glatast þegar sótt er frá Microsoft Excel ef sömu víddir eru ekki tilgreindar. Taka samtölureglur með
Merktu við til að taka með samlagningarformúlurnar í Microsoft Excel.
Á flýtiflipanum Fjárhagsáætlunarfærsla eru viðeigandi afmarkanir valdar.
Velja hnappinn Í lagi.
Gögnin sem voru tilgreind eru flutt út í Microsoft Excel.
Einnig er hægt að vista vinnubókina í sem Microsoft Excel-vinnubók (.xlsx-skrá). Hægt er að vista vinnubókina staðbundið, eða vista hana á deilda staðsetningu, t.d. SharePoint-vefsvæði.
Áætlun flutt inn
Í reitnum Leit skal færa inn Fjárhagsáætlanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Veldu áætlun. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna skal velja Breyta áætlun.
Veldu fylki á flýtiflipanum Fylki fjárhagsáætlunar.
Á flýtiflipanum Afmarkanir í reitnum Afmörkun fjárhagsreiknings skal velja fjárhagsreikningsnúmer.
Á flipanum Heim í flokknum Excel veljið Flytja úr Excel.
Í glugganum Flytja inn áætlun úr Excel í flýtiflipanum Valkostir fyllið út reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur Lýsing Heiti áætlunar
Áætlunin sem flytja á færslurnar í hlutanum Flytja inn í inn í.
Valkostur
Skipt um færslur - Til að skipta út færslum í Microsoft Dynamics NAV fyrir áætlanafærslur úr Microsoft Excel í hlutanum Flytja inn í.
-eða-
Bæta við færslum - Áætlunarfærslum úr Microsoft Excel bætt við Microsoft Dynamics NAV í Flytja inn í hlutanum.
Lýsing
Lýsing á innfluttu áætlunarfærslunum í hlutanum Flytja inn í.
Velja hnappinn Í lagi.
Í glugganum sem birtist skal tilgreina skrána sem á að flytja inn.
Til athugunar Ef þú vilt setja inn fjárhagsáætlun´ úr vinnubók sem er vistuð á samnýttri staðsetningu, t.d. SharePoint-vefsvæði þarftu að fara á staðsetninguna og velja skrána. Ef þú afritar flýtileið í skrána í reitinn Skrárheiti kann Microsoft Dynamics NAV að sýna villuboð. Einnig geturðu vistað skrána staðbundið og flutt hana inn.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |