Þegar búið er að setja upp hólfin er hægt að setja upp innihald þeirra. Þ.e.a.s., hægt er að setja upp vörurnar sem á að geyma í hverju hólfi og setja reglurnar stjórna því hvaða tiltekin vara er sett í hólfið.
Innihald hólfa sett upp
Í reitnum Leit skal færa inn Birgðageymslur og velja síðan viðkomandi tengil.
Veljið birgðageymsluna þar sem á að setja upp hólfainnihald. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Birgðageymsla, skal velja Hólf.
Veljið hólfið þar sem á að setja upp innihaldið. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Hólf, skal velja Innihald.
Fyrir hverja vöru sem geyma á í hólfinu skal fylla út línu í glugganum Innihald hólfs með viðeigandi upplýsingum. Nokkrir reitir eru þegar útfylltir með upplýsingum um hólfið.
Fyrst er reiturinn Vörunr. fylltur út og, ef notaður er beinn frágangur og tínsla, eru aðrir reitir fylltir út, svo sem Mælieiningarkóti, Hám.magn og Lágm.magn. Ef dálkurinn er ekki sýnilegur skal opna flýtivalmyndina fyrir dálkhausa og smella á Velja dálka til að bæta henni við.
Veljið Fast ef þess þarf. Ef hólfið á að vera sjálfgefið fyrir vöruna veljið reitinn Sjálfgefið hólf.
Ef notaður er beinn frágangur og tínsla og réttar víddarupplýsingar hafa verið færðar inn á birgðaspjaldinu um mælieiningu hverrar vöru er hámarksmagnið sem fært er inn í gluggann Innihald hólfs borið samanvið raungetu hólfsins. Hámarks- og lágmarksmagn er síðan notað þegar áfylling hólfa er reiknuð og tillögur gerðar um frágang.
Ef reiturinn Fast er valinn er varan fest við hólfið sem þýðir að Microsoft Dynamics NAV reynir að setja þessa vöru í hólfið ef það er pláss fyrir hana og geyma færsluna sem festir vöruna við hólfið jafnvel þótt magnið í hólfinu sé 0. Hægt er að setja aðrar vörurí hólfið þó að tiltekin vara hafi verið fest við hólfið.
Til athugunar |
---|
Hægt er að setja upp fleiri en eitt innihald hólfs samtímis í glugganum Vinnublað f. stofnun hólfainnihalds. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |