Þegar lokið er við að stofna hólfin er hægt að stofna það innihald sem á að vera í hverju hólfi á stofnunarvinnublaði hólfainnihalds.
Innihald hólfs stofnað á vinnublaðinu:
Í reitnum Leita skal færa inn Vinnublað f. stofnun hólfainnihalds og velja síðan viðkomandi tengi.
Á vinnublaðshausnum er smellt í reitinn Heiti og valið vinnublað birgðageymslunnar þar sem stofna á hólfainnihald.
Í reitnum Hólfakóti er valinn kóti hólfsins þar sem á að tilgreina innihaldið.
Ef notaður er beinn frágangur og tínsla í birgðageymslunni er fyllt sjálfkrafa út reitina sem tilheyra hólfinu, svo sem Tegund hólfs, Kóti vöruhúsaflokks og Hólfaflokkun. Þetta eru upplýsingar sem þarf að hafa í huga þegar innihald hólfsins er skilgreint.Varan sem úthluta á hólfinu er valin og reitir sem tengjast hólfainnihaldi fylltir út. Ef notaður er beinn frágangur og tínsla og nota á aðgerðina Reikna út áfyllingu hólfa þarf að fylla út reitina Hám.magn. og Lágm.magn.
Til að stilla þetta hólf sem æskilegt hólf fyrir vöruna jafnvel þó hólfamagnið sé 0 og öll önnur frágangsskilyrði séu jöfn skal velja reitinn Fast.
Skref 3 til 4 eru endurtekin fyrir hverja vöru sem á að úthluta hólfi.
Á flipanum Heima í flokknum Í vinnslu veljið Prenta til að forskoða og prenta hólfainnihaldið sem fært hefur verið inn á vinnublaðið. Haldið er áfram að yfirfara innihald hólfa þar til notandinn er ánægður.
Þegar þú hefur lokið þér af er farið á flipann Aðgerðir í flokknum Aðgerðir og Stofna innihald hólfa valið.
Á þessu vinnublaði er hægt að vinna með nokkrar hólfainnihaldslínur fyrir nokkur hólf og fá þannig gott yfirlit yfir hvað er sett í hin ýmsu hólf á tilteknu svæði, gangi eða rekka.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |