Á hólfastofnunarvinnublaðinu er hægt að stofna hólf handvirkt eða leyfa kerfinu að stofna nokkur samskonar hólf í einni aðgerð.
Áður en byrjað er að stofna hólf á vinnublaðinu ætti að skilgreina hvaða tegund af hólfum eru nauðsynleg fyrir starfsemina ásamt skilvirkasta vöruflæðinu gegnum raunskipulag vöruhússins.
Til athugunar |
---|
Um leið og hólf hefur verið notað er ekki hægt að eyða því þar sem færslur því tengdar hafa verið stofnaðar. En ef á að nota annað nafnakerfi fyrir hólf er hægt að nota endurflokkunarbókina til að færa í raun vörurnar í nýja hólfakerfið. Þetta ferli er handvirkt og tímafrekt þannig að best er að setja hólfin rétt upp í upphafi. |
Til athugunar |
---|
Til að vinna með Vinnublað hólfastofnunar gluggann þarftu að vera settur upp sem starfsmaður í vöruhúsi á staðsetningunni þar sem hólfin eru. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp vöruhúsastarfsmenn. |
Hólf stofnuð á vinnublaði hólfastofnunar:
Í reitnum Leita skal færa inn Hólfasniðmát og velja síðan viðkomandi tengi.
Í reitnum Leita skal færa inn Vinnublað f. stofnun hólfainnihalds og velja síðan viðkomandi tengi.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Reikna hólf. Keyrslubeiðniglugginn Reikna hólf opnast.
Í reitnum Kóti hólfasniðmáts er hólfasniðmátið sem nota á sem grunn fyrir hólfin sem á að stofna valið.
Rituð er lýsing á hólfunum sem verið er að stofna.
Hólfakótarnir eru stofnaðir með því að fylla út reitina Frá nr. og Til nr. í flokkunum þrem sem sýndir eru í glugganum: Rekki, Geiri og Stig. Hólfakótinn getur haft allt að 20 stafi.
Til athugunar Fjöldi stafa sem færðir eru inn í flokkunum þrem fyrir hvorn reit (til dæmis stafirnir sem færðir eru inn fyrir alla þrjá reitina Frá nr.) ásamt reitaskiltáknum, ef einhver eru, verður að vera 20 eða minni. Hægt er að nota bókstafi í kótanum sem auðkennandi samsetningu, en bókstafurinn sem notaður er verður að vera sá sami í reitunum Frá nr. og Til nr.. Til dæmis væri hægt að skilgreina rekkahluta kótans sem Frá nr. A01 og Til nr. A10. Kerfið er ekki sett upp til að búa til kóta með bókstafaröðum, til dæmis frá A01 til F05.
Eigi að nota tákn eins og bandstrik til að aðgreina flokkareitina sem skilgreindir hafa verið sem hluti af hólfakótanum er það tákn fært inn í reitinn Reitaskiltákn.
Ef kerfið á ekki að stofna línu fyrir hólf ef það er þegar til skal velja reitinn Kanna í hólfi sem til er.
Þegar lokið hefur verið við að fylla út reitina er hnappurinn Í lagi. valinn. Kerfið stofnar línu fyrir hvert hólf á vinnublaðinu. Nú er hægt að eyða sumum hólfunum, til dæmis ef til er rekki með gönguleið gegnum fyrstu tvö stigin í nokkrum geirum.
Til athugunar Hvenær sem er er hægt að prenta út lista yfir hólfin sem hafa verið reiknuð. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Prenta. Þegar öllum óþarfa hólfum hefur verið eytt er smellt á Aðgerðir á flipanum Aðgerðir og Stofna hólf valið, eftir það stofnar kerfið hólf fyrir hverja línu á vinnublaðinu.
Þetta ferli er endurtekið fyrir annan hóp hólfa þar til öll hólf í vöruhúsinu hafa verið stofnuð.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |