Í Microsoft Dynamics NAV eru reitir sem kallast FlowField. Það eru reitir þar sem innihaldið er sífellt að breytast. Gildi innihaldsins í FlowField-reit er reiknað í hvert skipti sem glugginn sem reiturinn er í er opnaður. FlowFilter-afmarkanir eru notaðar til þess að ákvarða á hvaða hátt upplýsingar eru notaðar þegar innihald FlowField-reita er reiknað.

FlowField-reitir eru notaðir til þess að sýna upphæðir og magn sem verða ávallt að vera nýuppfærð. Útreikningarnir geta byggst á upplýsingum í töflum, öðrum en þeim sem reiturinn er í.

Þegar listi er skoðaður er hægt að velja FlowFilter-afmörkun nokkurn veginn eins og aðrar afmarkanir eru valdar. Smellt er á síðutitilinn og Takmarka heildarstærðir er valið. Á afmörkunarsvæðinu er svo hægt að velja hvaða FlowFilter-afmarkanir á að nota.

Til athugunar
Ekki er hægt að tilgreina FlowFilters í Microsoft Dynamics NAV Vefbiðlari til að takmarka samtölur. Hægt er að nota síu á dálkum í Microsoft Dynamics NAV Vefbiðlari.

Dæmi um FlowField-reit er reiturinn Staða, sem er í töflunni Fjárhagsreikningur. Hægt er að sjá reitinn Staða á spjaldinu Fjárhagsreikningur en upplýsingarnar sem staðan er byggð á er sótt í töfluna Færsla sem inniheldur bókaðar fjárhagsfærslur. Á svipaðan hátt, byggir innihald reitsins Staða fyrir viðskiptamann á upplýsingum í töflunni Viðskiptamannabókarfærsla o.s.frv.

Einu upplýsingarnar sem hægt er að breyta í töflunum Fjárhagsreikningur, Viðskiptamaður, Lánardrottinn og Vara eru grunnupplýsingar, t.d. heimilisföng og kótar. Fjárhagsupplýsingar í þessum töflum birtast í FlowField-reitum, en þeim er ekki hægt að breyta beint. Upplýsingarnar eru reiknaðar úr upplýsingum í færslutöflum. Hægt er að breyta upplýsingum í færslutöflum með því bóka færslur.

FlowFilter-aðgerð býður upp á að takmarka tímabundið hvaða færslur í hinum töflunum ætti að taka með í útreikninginn. Það er gert með því að skilgreina FlowFilter-afmörkun í glugganum þar sem útkoman úr útreikningunum verður sýnd (til dæmis mun útkoman úr útreikningunum fyrir reitinn Staða birtast á spjaldinu Viðskiptamaður). Afmörkunin verður notuð í færslutöflunni (í þessu tilviki töflunni Viðskiptamannafærsla) þegar færslurnar eru reiknaðar.

Sjá einnig