Þegar vörur berast í vöruhús sem er sett upp fyrir vinnslu vöruhúsamóttöku þarf að sækja línur útgefna upprunaskjalsins sem hrintu móttöku þeirra af stað. Ef hólf eru notuð er annaðhvort hægt að samþykkja sjálfgefna hólfið sem er fyllt út eða, ef varan hefur ekki verið notuð fyrr í vöruhúsinu, fylla út hólfið þar sem á að taka vöruna frá. Síðan þarf að fylla út magn varanna sem hafa verið mótteknar og bóka móttökuna. Upprunaskjal fyrir móttöku getur verið innkaupapöntun, söluvöruskilapöntun eða millifærslupöntun á innleið.

Vörur mótteknar

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Vöruhúsamóttökur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

    Fyllt er út í reitina á flýtiflipanum Almennt. Þegar upprunaskjalalínur eru sóttar er eitthvað af upplýsingunum afritað í hverja línu.

    Beinn frágangur og tínsla ef birgðageymslan er með sjálfgefið svæði og hólf fyrir móttökur eru reitirnir Svæðiskóti og Hólfakóti fylltir út sjálfkrafa en hægt er að breyta þeim eftir þörfum.

    Til athugunar
    Ef taka á á móti vörum með öðrum vöruhúsaflokkskótum en flokkskóta hólfsins í reitnum Hólfkóti í fylgiskjalshausnum verður að eyða innihaldi reitsins Hólfkóti í hausnum áður en upprunaskjalslínurnar eru sóttar fyrir vörurnar.

  3. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Sækja upprunaskjöl. Glugginn Upprunaskjöl opnast. Einnig er hægt að nota afmarkanir til þess að sækja upprunaskjöl til þess að þrengja niðurstöðurnar við tilteknar gerðir upprunaskjala. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að nota Afmarkanir til að sækja upprunaskjöl.

  4. Valin eru þau upprunaskjöl sem móttaka á vörur fyrir og smellt á Í lagi.

    Línurnar úr upprunaskjölunum birtast í glugganum Vöruhúsamóttaka. Reiturinn Magn til móttöku hefur verið fylltur út með eftirstöðvum hverrar línu en hægt er að breyta magninu eftir þörfum. Ef gildinu í reitnum Hólfkóti er eytt á flýtiflipanum Almennt áður en línurnar eru sóttar þarf að færa inn viðkomandi hólfkóta í hverri móttökulínu.

    Til athugunar
    Til að fylla út í reitinn Magn til móttöku í öllum línum með núlli er farið í flipann Aðgerðir í flokknum Aðgerðir og Eyða magni til móttöku valið. Til að færa eftirstöðvarnar inn aftur með eftirstöðvum er valið Færa sjálfkr. magn til móttöku.

    Til athugunar
    Ekki er hægt að taka á móti fleiri vörum en talan í reitnum Magn eftirstöðva á upprunaskjalslínunni segir til um. Til að taka á móti fleiri vörum skal sækja annað upprunaskjal sem inniheldur línu fyrir vöruna með því að nota afmörkun til að sækja upprunaskjöl með vörunni.

  5. Bóka vöruhúsamóttökuna. Magnreitirnir eru uppfærðir í upprunaskjölunum og vörurnar eru skráðar sem hluti fyrirtækisbirgða.

Ef vöruhúsafrágangur er notaður sendir kerfið móttökulínurnar í vöruhúsafrágangsaðgerðina. Þó vörurnar hafi verið mótteknar er ekki hægt að tína þær fyrr en gengið hefur verið frá þeim. Mótteknu vörurnar eru ekki greindar sem tiltækar birgðir fyrr en frágangurinn hefur verið skráður.

Ef vöruhúsafrágangur er ekki notaður, en hólf, skráir kerfið frágang varanna í hólfinu sem er tilgreint í upprunaskjalslínunni.

Til athugunar
Ef aðgerðin Bóka og prenta, er notuð er móttakan bókuð ásamt því að frágangsleiðbeiningar sem sýna hvaða vörur á að setja í geymslu eru prentaðar.

Ef staðsetningin notar beinan frágang og tínslu notar kerfið frágangssniðmátin til að reikna út besta staðinn til að ganga frá vörunum. Þetta er síðan prentað í frágangsfyrirmælunum.

Ábending

Sjá einnig