Í nýrri eða opinni vöruhúsamóttöku eða vöruhúsaafhendingu er hægt að nota gluggann Afm. til að sækja uppr.skjöl til að sækja þær línur útgefna upprunaskjalsins sem segja til um hvaða vörur á að taka við eða afhenda.
Afmarkanir notaðar til að sækja upprunaskjöl
Opna vöruhúsamóttöku eða vöruhúsaafhendingu, eða stofna nýja.
Flýtiflipinn Almennt fyrir móttökuna eða afhendinguna er fylltur út.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Nota afmarkanir til að ná í uppr. skj.
Til að setja upp nýja afmörkun er lýsandi kóti færður inn í reitinn Kóti og smellt á Breyta
Glugginn Afmörkunarspjald upprunaskjals opnast. Texti gluggans er Á innleið ef afmörkunin er notuð til að sækja móttökulínur eða Á útleið ef verið er að undirbúa afhendingu.
Skilgreina hvaða gerð af upprunaskjalslínum eigi að sækja með því að fylla út viðeigandi afmörkunarreiti.
Upplýsingar um afmarkanir fást með því að ýta á F1 í hverjum reit fyrir sig til að sjá lýsingu á reitnum.
Smella á Keyra.
Allar útgefnar upprunaskjalslínur sem uppfylla afmörkunarskilyrðin eru nú settar inn í gluggann Vöruhússmóttaka eða Vöruhúsaafhending þar sem afmörkunaraðgerðin er virkjuð.
Upplýsingar útgáfu upprunaskjala á útleið til afhendingar eru í Hvernig á að tína vörur fyrir vöruhúsaafhendingu.
Skilgreindar afmörkunarsamsetningar eru vistaðar í Afm. til að sækja uppr.skjöl glugganum þar til þeirra er næst þörf. Hægt er að búa til ótakmarkaðan fjölda af afmörkunarsamsetningum.
Hægt er að breyta skilyrði hvenær sem er með því að smella á Breyta.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |