Í bankayfirliti kunna að vera rangar færslur. Ef í bankayfirlitinu er röng færsla er ekki hægt að jafna hana við höfuðbókarfærslu. Mismunur verður áfram í reitnum Mismunur og ekki verður hægt að bóka bankaafstemminguna.

Til að meðhöndla rangar bankayfirlitsfærslur

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Bankaafstemming og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Opna viðeigandi afstemmingu fyrir bankareikning.

  3. Á Bankayfirlitslínur stikunni skla velja línuna með röngu færslunni.

  4. Smellt er á reitinn Tegund og síðan er valið Mismunur. Þegar það er gert kunna að birtast boð um hvort eyða eigi jöfnuninni.

  5. Velja til að hreinsa reitinn Jafnað í fjárhagsfærslunni. Í reitnum Heildarmismunur er enn þá upphæð. En ef sú upphæð er jafnhá heildarupphæð allra bankayfirlitsfærslna í línum þar sem í reitnum Tegund er Mismunur er hægt að bóka bankaafstemminguna.

Mikilvægt
Bankinn getur leiðrétt villu á næsta bankayfirliti þar sem bankinn skráir rétta færslu í stað þess að bakfæra röngu færsluna og skrá síðan þá réttu. Í þessari stöðu þarf að færa röngu færsluna handvirkt með Tegund = Mismunur og réttu færsluna með Tegund = Bankareikningsfærsla til að hægt sé að jafna hana við færsluna.

Ábending

Sjá einnig