Þegar búið er að búa til þjónustukreditreikning og fylla hann út er hægt að bóka kreditreikninginn. Ef einhverjar villur eða skortur á upplýsingum um kreditreikninginn kemur í ljós við bókun er ferlið rofið með villuboðum.
Þjónustukreditreikningar bókaðir:
Í reitinn Leit skal færa inn Þjónustukreditreikningar og velja síðan viðkomandi tengil.
Nýr þjónustukreditreikningur er stofnaður. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Fyllið inn í reitina eftir þörfum.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Bókun veljið Bóka. Ef á að prenta kreditreikninginn um leið og bókað er, skal velja Bóka og prenta í staðinn.
Til þess að prófa kreditreikninga áður en þeir eru bókaðir er Prófunarskýrsla valin. Þegar skýrslan er keyrð eru bókunardagsetningar í skjalinu staðfestar, o.s.frv.
Hægt er að nota keyrsluna Fjöldabóka kreditreikninga þjónustu til þess að fjöldabóka nokkra kreditreikninga í einu. Hún getur verið gagnleg ef þarf að bóka marga kreditreikninga.
Til athugunar |
---|
Brýnt er að færa inn allar nauðsynlegar upplýsingar á kreditreikningana áður en þeir eru fjöldabókaðir. Annars er ekki víst að þær bókist. Þegar fjöldabókun er lokið birtast skilaboð um hve margir þjónustukreditreikningar voru bókaðir. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |