Ef hólf eru notuð í birgðageymslu þarf stundum að leiðrétta magn í hólfi þegar skráð magn í kerfinu er ekki rétt vegna þess að vara hefur bæst við eða minnkað. Tvær aðferðir eru til að bóka magnleiðréttingu í hólfi. Aðferðin fer eftir því hvort notaður er beinn frágangur og tínsla eða ekki. Aðferðunum tveimur er lýst hér á eftir.

Hólfaleiðrétting í grunnvöruhúsi sem notar aðeins hólf

Ef ekki er notaður beinn frágangur og tínsla í birgðageymslunni er hægt að breyta magni í hólfi með glugganum Birgðabók. Við bókun birgðabókarinnar leiðréttist magnið í birgðafærslunum og tengdum vöruhúsafærslunum.

Til að bóka hólfaleiðréttingu í grunnvöruhúsi sem notar aðeins hólf

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Birgðabók og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Reitirnir eru fylltir út fyrir hverja línu.

  3. Færslubókarlínurnar eru bókaðar.

Hólfaleiðrétting í ítarvöruhúsum sem nota beinan frágang og tínslu

Séu beinn frágangur og tínsla notuð í birgðageymslunni er glugginn Birgðabók vöruhúss notaður til að framkvæma óreglulegar magnbreytingar í vöruhúsahólfum. Nánari upplýsingar eru í Hvernig á að skrá magnleiðréttingar í birgðabækur vöruhúsa.

Þegar mismunurinn er skráður er jákvæða og neikvæða magnleiðréttingin skráð í leiðréttingarhólfi vöruhúss en magnið er ekki bókað í vörubókina fyrr en búið er að bóka innihald leiðréttingarhólfsins.

Til athugunar
Færslurnar í leiðréttingarhólfinu kunna að koma koma úr birgðabók vöruhússins, raunbirgðabók vöruhússins, birgðabókinni eða einhverjum öðrum fylgiskjölum sem gefa breytingar á birgðastöðu vöruhúss til kynna. Frekari upplýsingar eru í Leiðr.hólf vöruhúss.

Með vissu millibili, sem ræðst af reglum fyrirtækisins, þarf að bóka færslur í leiðréttingarhólfi vöruhússins í birgðahöfuðbók. Sumum finnst við hæfi að bóka leiðréttingar á birgðahöfuðbókinni daglega en öðrum þykir nóg að gera það sjaldnar.

Til að bóka hólfaleiðréttingu í ítarvöruhúsum sem nota stýrðan frágang og tínslu

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Birgðabók og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Reitirnir eru fylltir út fyrir hverja línu.

  3. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Reikna vöruhúsaleiðréttingu og fyllið út afmarkanir eins og við á í beiðniglugga keyrslunnar. Leiðréttingar eru eingöngu reiknaðar fyrir færslurnar í leiðréttingarhólfinu sem uppfylla afmörkunarkröfurnar.

  4. Á flýtiflipanum Valkostir er tala færð handvirkt inn í reitinn Númer fylgiskjals. Þar sem engar númeraraðir hafa verið settar upp fyrir þessa keyrslu skal nota númeraskema sem sett er upp í vöruhúsinu eða færa inn dagsetninguna og upphafsstafi notanda á eftir.

  5. Ef keyra á aðgerðina Reikna vöruhúsaleiðréttingu er smellt á Í lagi. Lagðar eru saman jákvæðar og neikvæðar leiðréttingar fyrir hverja vöru og stofnaðar línur í birgðabókinni fyrir allar vörur þar sem samtalan er jákvætt eða neikvætt magn.

  6. Bóka skal línurnar til þess að færa mismun á magni inn í birgðahöfuðbók. Birgðirnar í vöruhúsahólfunum samsvara nú nákvæmlega birgðunum í birgðahöfuðbókinni.

Ábending

Sjá einnig