Ef staðsetningin notar beinan frágang og tínsla er Birgðabók vöruhúss notuð, án samhengis við raunbirgðir, til að bóka allar jákvæðar og neikvæðar leiðréttingar á vörumagni sem vitað er að eru raunverulega viðbót, til dæmis vörur sem áður hafa verið bókaðar sem týndar en finnast óvænt, eða raunverulegur missir, t.d. ef viðkvæmar vörur brotna.
Þegar leiðréttingar eru bókaðar í birgðabók vöruhúss en ekki í birgðabókinni verða magnfærslur ætíð nákvæmari. Þannig eru alltaf til upplýsingar í vöruhúsinu um það hve mikið af vörum er til reiðu og hvar þær eru geymdar, en hver leiðréttingarfærsla er ekki bókuð jafnóðum í birgðahöfuðbók. Í skráningarferlinu er bætt við eða dregið frá raunverulega hólfinu með magnleiðréttingunni og búin til mótjöfnunarfærsla í leiðréttingarhólfi vöruhúss, sýndarhólfi með engum raunverulegum vörum. Þetta hólf er skilgreint í Kóti leiðréttingarhólfs á birgðageymsluspjaldinu. Með reglulegu millibili eru vöruhúsafærslur samstilltar með birgðahöfuðbókinni. Nánari upplýsingar eru í Hvernig á að bóka magnleiðréttingar fyrir hólf.
Til athugunar |
---|
Ef birgðageymslan notar beinan frágang og tínslu skal einfaldlega nota Birgðabók til að bóka, óháð efnislegum birgðum, allar jákvæðar og neikvæðar leiðréttingar á vörumagni sem vitað er að vitað er séu raunverulegur hagnaður eða tað Í því tilviki þarf ekki að leiðrétta vöruhúsafærslur. |
Misræmi í vörumagni skráð
Í reitnum Leita skal færa inn Birgðabók vöruhúss og velja síðan viðkomandi tengi.
Upplýsingar fyrir hausinn eru færðar inn.
Reiturinn Vörunr. er fylltur út á línunni.
Hólfið þar sem viðbótarvörurnar eru settar eða þar sem vörur vantar er fært inn.
Magnið sem munar er fært í reitinn Magn. Hafi viðbótarvörur fundist er ritað jákvætt magn. Vanti vörur er ritað neikvætt magn.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Skráning veljið Dagbók.
Dæmi
Nokkrar einingar af vöru á lyftara finnast. Ekki er vitað hvar vörurnar eiga að vera geymdar, en hægt er að setja þær í hólf og skrá magnið í þessu hólfi í glugganum Birgðabók vöruhúss. Þegar það er gert er jákvætt magn skráð í hólfið þar sem vörurnar voru settar, og neikvætt magn er skráð í leiðréttingarhólfið.
Vörurnar sem fundust á lyftaranum hafa líklegast verið skráðar á annað hólf og einhvern tímann mun starfsmaður vöruhússins taka eftir og skrá neikvæðan mismun á magni í því hólfi. Hugsanlega er lögð til tínsla sem ekki er hægt að ljúka þar sem vörur vantar í hólfið eða þá að raunbirgðir eru taldar fyrir vöruna.
Þegar neikvætt leiðréttingarmagn er skráð í gluggann Birgðabók vöruhúss eða gildi í reitnum Magn (raunbirgðir) er skráð í reitnum Vöruh.- Raunbirgðabók, verður jákvæð mótjöfnunarfærsla til í leiðréttingarhólfi vöruhúss.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |