Þegar bein tínsla og frágangur er notaður í vöruhúsi og mismunur er skráður í vörumagni í hólfum í birgðabók vöruhúss er jákvæða og neikvæða leiðréttingin skráð í leiðréttingarhólfið. Magnið er ekki sjálfkrafa bókað í birgðahöfuðbók. Með réttu millibili, sem markað er af stefnu fyrirtækisins, þarf að bóka færslurnar í leiðréttingarhólfinu á birgðahöfuðbókina þannig að magnið í birgðahöfuðbókinni samsvari réttu magni vörunnar í vöruhúsinu. Sumum finnst við hæfi að bóka leiðréttingar á birgðahöfuðbókinni daglega en öðrum þykir nóg að gera það með einnar eða tveggja vikna millibili.

Þegar raunbirgðir eru taldar í vöruhúsi verður einnig til magn í leiðréttingarhólfi fyrir mismun milli reiknaðs og raunverulegs magns í birgðum. Eigi hinsvegar að bóka niðurstöðu tiltekinnar vörutalningar í raunbirgðahöfuðbók og bókuðu niðurstöðurnar eiga að þekkjast sem niðurstöður tiltekinnar talningar þarf að gera tvennt:

Færslur eru ekki aðeins gerðar í leiðréttingarhólfið í vöruhúsinu heldur einnig með bókunum í birgðabókina og önnur skjöl sem ekki tengjast vöruhúsi en varða magn í birgðum. Ef innkaupaaðili tekur til dæmis við gjöf handa fyrirtækinu bókar hann vörurnar í birgðahöfuðbók. Þessar vörur eru sjálfkrafa skráðar í leiðréttingarhólfið (jákvæð færsla). En vörurnar eru ekki tiltækar í vöruhúsinu fyrr en starfsmaður í vöruhúsinu skráir vöruna í viðeigandi hólf í Birgðabók vöruhúss og stofnar þar með neikvætt magn í leiðréttingarhólfinu. Færslurnar sem varða gjöfina í leiðréttingarhólfinu fella þar með hver aðra út og gjöfin er tiltæk til tínslu í vöruhúsinu.

Önnur fylgiskjöl sem stofna færslur í leiðréttingarhólfinu - innkaupareikningar, innkaupakreditreikningar, sölureikningar og sölukreditreikningar - eru alla jafna ekki skoðuð í vöruhúsinu þar sem ekki er hægt að stofna móttökur eða afhendingar fyrir þau. Þau varða hins vegar birgðir fyrirtækisins. Sem dæmi má nefna að ef ekki er óskað eftir því að viðskiptamaður skili vöru sem var gölluð við afhendingu en þó er ákveðið að gefa út sölukreditreikning þarf birgðatapið einhvern veginn að koma fram í birgðahöfuðbók og leiðréttingarbókin gefur færi á slíku. Annað dæmi er bókun á innkaupareikningi sem stofnar jákvæða færslu í birgðahöfuðbók og leiðréttingarhólfi um leið.

Sjá einnig