Þessi áætlanaaðgerð reiknar breytingar sem gerðar eru á framleiðslupantanahaus og tekur ekki með framleiðsluupskriftarstig.

Aðgerðin Endurnýja reiknar og virkjar gildi íhluta- og leiðarlínanna í samræmi við aðalgögnin, sem skilgreind eru í úthlutaðri framleiðsluuppskrift og leið, eftir pantanamagni og skiladegi í haus framleiðslupöntunar. Venjulega notuð eftir að gert er eitt af eftirfarandi:

Til athugunar
Hægt er að breyta íhluta- og leiðarlínum og framleiðslupöntunardagskráin er uppfærð í samræmi. Þegar endurnýjun er gerð eru breytingarnar teknar út þar sem pöntunin er endurstillt eftir aðalgögnum.

Framleiðslupöntun endurnýjuð

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Áætluð framleiðslupöntun og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Stofna nýja framleiðslupöntun eða opna eina fyrirliggjandi sem á að endurnnýja og breyta reitunum Magn eða Skiladagur.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Endurnýja framleiðslupöntun.

    Í glugganum Endurnýja framleiðslupöntun á flipanum Valkostir er tilgreint hvernig og hvað á að endurnýja.

  4. Í reitnum Stefna tímasetningar veljið einn eftirfarandi valkost.

    Valkostur Lýsing

    Afturvirk

    Reiknar aðgerðaröðina afturábak frá fyrstu mögulegu lokadagsetningu (skilgreind af skiladegi og öðrum dagsettum pöntunum) að síðustu mögulegu upphafsdagsetningunni.

    Til athugunar
    Þessi sjálfgefni valkostur á við í flestum tilvikum.

    Framvirk

    til að reikna aðgerðaröðina áfram frá síðustu mögulegu upphafsdagsetningu (skilgreind af skiladegi og/eða öðrum dagsettum pöntunum) að fyrstu mögulegu lokadagsetningu.

    Til athugunar
    Þessi valkostur á við hraðpantanir.

  5. Í reitnum Reikna er valið hvaða þætti framleiðslupöntunarinnar á að reikna við endurnýjun.

  6. Gátmerki er sett í reitinn Vöruhús - Stofna beiðni á innleiða til að stofna vöruhússbeiðni fyrir geymslu á íhlutum framleiðslupöntunarinnar.

    Til athugunar
    Staðsetningu vöruhússins verður að setja upp til að fara fram á frágangsvinnslu en ekki beinan frágang og tínslu.

  7. Veldu hnappinn Í lagi til að ræsa aðgerðina Endurnýjun í samræmi við stillingar.

Til athugunar
Ekki er hægt að endurnýja frátekna framleiðslupöntun. Hægt er að endurheimta frátektina eftir að framleiðslupöntunin er endurnýjuð en þá skal hætta við frátektina áður en endurnýjað er.

Til athugunar
Breytingar sem innleiddar eru með aðgerðinni Endurnýja hafa að öllum líkindum í för með sér breytingar á afkastaþörf framleiðslupöntunarinnar. Ef til vill verður að endurtímasetja aðgerðir í kjölfarið.

Stuttar leiðbeiningar um framleiðslu má finna í skjali sem hægt er að breyta og prenta í Microsoft Office Word. Skjalið heitir Stuttar leiðbeiningar - Manufacturing Foundation.doc, og eru í fylgiskjalamöppu í uppsetningu biðlara.

Ábending

Sjá einnig