Þessi áætlunaraðgerð reiknar breytingar sem gerðar eru á íhlutum og leiðarlínum. Hún tekur með vörur í neðri framleiðsluuppskriftum og kann að stofna nýjar framleiðslupantanir fyrir þær.
Aðgerðin Enduráætla byggir útreikninga og áætlun á nýrri eftirspurn fyrir framleiðslupöntun á breytingum sem gerðar hafa verið á íhlutum og leiðarlínum. Aðgerðin er venjulega notuð eftir íhlutum, sem standa fyrir undirliggjandi framleiðslupantanir, hefur verið bætt við eða þeim breytt.
Til athugunar |
---|
Til að taka með breytingar sem gerðar hafa verið á hausnum verður að fyrst að endurnýja framleiðslupöntun. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að endurnýja Framleiðslupantanir. |
Enduráætla Framleiðslupöntun
Í reitnum Leit skal færa inn Framleiðslupantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Framleiðslupöntunin sem á að enduráætla er valin.
Á flýtiflipanum Línur skal velja Aðgerðir, velja Línur og síðan velja Íhlutir.
Íhlut, sem er framleidd vara epa millivara, er bætt við.
Í framleiðslupöntuninni skal velja Enduráætla í flokknum Aðgerðir á flipanum Aðgerðir.
Í glugganum Enduráætla framleiðslupöntun er tilgreint hvernig og hvað á að enduráætla.
Í reitnum Stefna tímasetningar veljið einn eftirfarandi valkost.
Valkostur Lýsing Afturvirk
Reiknar aðgerðaröðina afturábak frá fyrstu mögulegu lokadagsetningu (skilgreind af skiladegi og/eða öðrum dagsettum pöntunum) að síðustu mögulegu upphafsdagsetningunni.
Til athugunar Þessi sjálfgefni valkostur á við í flestum tilvikum. Framvirk
Reiknar aðgerðaröðina áfram frá fyrstu mögulegu upphafsdagsetningu (skilgreind af skiladegi og/eða öðrum dagsettum pöntunum) að fyrstu mögulegu lokadagsetningu.
Til athugunar Þessi valkostur á aðeins við um hraðpantanir. Í reitnum Áætla er valið hvort reikna á framleiðslukröfur fyrir framleidda vöru á framleiðsluuppskrift, með eftirfarandi hætti:
Valkostur Lýsing Engin stig
Lægri stig framleiðslu ekki tekin með. Þetta uppfærir aðeins tímasetningu vöru (líkt og endurnýjun).
Eitt stig
Áætla eftirspurn fyrir framleiðslu á fyrsta stigi. Hægt er að stofna fyrsta stigs framleiðslupantanir.
Öll stig
Áætla eftirspurn fyrir framleiðslu á öllum stigum. Hægt er að stofna framleiðslupantanir fyrir öll stig.
Eitt stig er valið og smellt á Í lagi til að enduráætla framleiðslupöntunina, auk þess að reikna og stofna nýja undirliggjandi framleiðslupöntun fyrir nýju millivöruna - ef hún er ekki alveg til.
Til athugunar |
---|
Breytingar sem gerðar eru með aðgerðinni Enduráætla hafa að öllum líkindum í för með sér breytingar á afkastaþörf framleiðslupöntunarinnar og því gæti þurft að endurtímasetja aðgerðir í kjölfarið. |
Stuttar leiðbeiningar um framleiðslu má finna í skjali sem hægt er að breyta og prenta í Microsoft Office Word. Skjalið heitir Stuttar leiðbeiningar - Manufacturing Foundation.doc, og eru í fylgiskjalamöppu í uppsetningu biðlara.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |