Minnst einu sinni á hverju fjárhagsári þarf að telja raunbirgðir til að sjá hvort magnið sem skráð er í kerfinu sé það sama raunbirgðir á lager. Ef munur er á þessu tvennu verður að bóka hann á birgðareikninginn áður en birgðir eru verðmetnar. Niðurstöðurnar eru einnig bókaðar á raunbirgðabók til að skrá það að tiltekin vara hafi verið talin á tilteknum degi.

Ef ekki er verið að nota beinan frágang og tínslu fyrir birgðageymslu eru raunbirgðir taldar með raunbirgðabók. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að framkvæma Raunbirgðatalningu í vöruhúsi. Ef notaður er beinn frágangur og tínsla eru bæði Vöruh. - raunbirgðabók og síðan Raunbirgðabók notuð. Þessu ferli er lýst hér. Í vöruhúsi með hólfum er talning framkvæmd og skráð hólf fyrir hólf.

Raunbirgðatalning í vöruhúsi framkvæmd:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Birgðabók og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Reikna vöruhúsaleiðréttingu.

  3. Númer varanna sem á að telja eru færð inn í beiðniglugga keyrslunnar ásamt birgðageymslunni. Velja hnappinn Í lagi hnappinn og bóka leiðréttingarnar ef einhverjar eru. Ef þetta er ekki gert áður en talning raunbirgða fer fram verða niðurstöðurnar sem bókaðar eru í raunbirgðabók og birgðabók í öðru þrepi ferlisins, niðurstöður raunbirgðatalningarinnar ásamt öðrum vöruhúsaleiðréttingum á vörunum sem taldar eru.

  4. Í reitnum Leita skal færa inn Vöruh.- Raunbirgðabók og velja síðan viðkomandi tengi.

  5. Í bókinni í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Reikna birgðir. Beiðnigluggi keyrslunnar Reikna vöruhúsabirgðir opnast.

  6. Afmarkanirnar eru stillta til að takmarka vörurnar sem telja á í færslubókinni og síðan er smellt á Í lagi. Stofnuð er sérstök lína í kerfinu fyrir hvert hólf sem uppfyllir skilyrði afmörkunarinnar. Á þessu stigi er enn hægt að eyða einhverjum línum en ef bóka á niðurstöðurnar sem raunbirgðir þarf að telja vöruna í öllum hólfum þar sem hún er geymd.  

    Ef aðeins er tími til að telja vöruna í sumum hólfum en ekki öllum er hægt að uppgötva ósamræmi, skrá það og bóka það síðar í birgðabókina með því að nota aðgerðina Reikna vöruhúsaleiðréttingu.

  7. Í reitnum Leita skal færa inn Vöruh. - Raunbirgðalisti og velja síðan viðkomandi tengi.

  8. Skýrslubeiðnisíðan Shortcut iconer opnuð og listarnir sem starfsmennirnir eiga að nota til að skrá magn vörunnar sem talið er í hverju hólfi prentaðir út.

  9. Þegar talningu er lokið er talið magn ritað í reitinn Magn (raunbirgðir) í raunbirgðabók vöruhússins.

    Til athugunar
    Í raunbirgðabók vöruhússins er reiturinn Magn (reiknað) sjálfkrafa fylltur út samkvæmt hólfafærslum vöruhúss og það magn afritað í reitinn Magn (raunbirgðir) á hverri línu. Ef magnið sem talið er af starfsmanni vöruhússins samsvarar ekki magninu sem fært er sjálfkrafa í reitinn Magn (raunbirgðir) þarf að rita magnið sem talið var.

  10. Þegar allt talið magn hefur verið fært inn er færslubókin skráð. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Skráning Dagbók.

    Þegar færslubókin er skráð eru tvær vöruhúsafærslur stofnaðar í vöruhúsadagbók fyrir hverja línu sem var talin og skráð:

    • Ef misræmi er milli reiknaðs magn og raunmagns er neikvætt eða jákvætt magn skráð fyrir hólfið og jöfnunarmagn bókað í leiðréttingarhólf birgðageymslunnar.
    • Ef reiknað magn er jafnt raunmagni er færslan 0 skráð bæði fyrir hólfið og leiðréttingarhólfið. Færslurnar eru skráning á því að á skráningardegi hafi talning raunbirgða í vöruhúsi farið fram og ekkert misræmi hafi verið í birgðum fyrir vöruna.

Þegar raunbirgðir vöruhússins eru skráðar er ekki bókað í birgðahöfuðbók, raunbirgðabók eða virðisbók heldur eru færslurnar til reiðu fyrir afstemmingu þegar þess þarf. Eigi hins vegar að halda nákvæmar tölur um hvað fer fram í vöruhúsin og öll hólf þar sem varan er skráð hafa verið talin skal strax bóka vöruhúsaniðurstöðurnar sem raunbirgðir. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að framkvæma Raunbirgðatalningu í vöruhúsi.

Vöruhúsaniðurstöður bókaðar sem raunbirgðir

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Raunbirgðabók og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Reikna birgðir.

  3. Sömu vörur og taldar voru í raunbirgðatalningu vöruhússins eru valdar og smellt á Í lagi.

  4. Í glugganum Raunbirgðabók eru stofnaðar línur fyrir þessar vörur. Bent er á að búið er að færa inn samtölu magnsins sem talið var í reitnum Magn (raunbirgðir) og skráð fyrir vöruna, í hverju hólfi fyrir sig, í Raunbirgðabók vöruhúss og að búið er að reikna út reitinn Magn.

  5. Bóka skal færslubók án þess að magni sé breytt.

Nú er magnið í birgðabókinni (birgðafærslur) og í vöruhúsinu (vöruhúsafærslur) aftur það sama fyrir þessar vörur og raunbirgðatalning hefur farið fram á vörunni.

Til athugunar
Aðeins starfsmaður sem hefur heimildir í birgðakerfinu getur uppfært birgðabókina og raunbirgðabókina með niðurstöðu raunbirgðatalningar í vöruhúsi.

Ábending

Sjá einnig