Þó að allar vörur í birgðum séu taldar minnst einu sinni á ári gæti þurft að telja sumar vörur oftar, kannski vegna þess hve verðmætar þær eru eða vegna þess að mikil hreyfing er á þeim og þær eru stór hluti af rekstrinum.
Áður en byrjað er að reglubundinni talningu þarf að setja upp og úthluta talningartímabilum raunbirgða. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp talningartímabil raunbirgða.
Hægt er að framkvæma reglubundna talningu á aðra af eftirfarandi vegur eftir uppsetningu vöruhússins:
-
Ef ekki er notaður beinn frágangur og tínsla er raunbirgðabókin notuð í valmyndinni Birgðir og ferlið er mikið til það sama og þegar raunbirgðir eru teknar án reglubundinnar talningar.
-
Ef birgðageymslan notar beinan frágang og tínslu þarf fyrst að nota gluggann Vöruh.- Raunbirgðabók og síðan gluggann Birgðabók til að keyra Reikna vöruhúsaleiðréttingu.
Regluleg birgðatalning án beins frágangs og tínslu:
Í reitnum Leita skal færa inn Raunbirgðabók og velja síðan viðkomandi tengi.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Reikna talningartímabil. Glugginn Vöruval raunbirgða opnast þar sem vörurnar sem talningatímabil hafa verið sett upp fyrir sem þarf að telja eru samkvæmt talningartímabilum þeirra.
Til athugunar Einnig er hægt að fylgjast með birgðahaldseiningum með reglubundinni talningu. Velja skal vörurnar sem vöruhúsastarfsmenn eiga að telja á þessum vinnudegi. Á öðrum degi eru talningatímabilin reiknuð aftur og verða vörurnar sem ekki eru taldar nú teknar með í þeim útreikningum.
Veldu hnappinn Í lagi og þá birtast völdu línurnar í glugganum Raunbirgðabók .
Í reitnum Leita skal færa inn Raunbirgðalisti og velja síðan viðkomandi tengi.
Skýrslubeiðnisíðan er opnuð, skýrslan prentuð og allar vörur í vöruhúsinu með vörunúmerin í skýrslulínunum taldar.
Magnið sem er talið er fært inn í reitinn Magn (raunbirgðir).
Niðurstöður raunbirgðanna eru bókaðar. Kerfið stofnar birgðabókarfærslur fyrir vörurnar þar sem leiðréttingar er þörf og raunbirgðabókarfærslur fyrir allar vörur sem reglubundin talning hefur verið gerð á. Ef hólf eru notuð stofnar kerfið einnig vöruhúsafærslur fyrir vörur sem þarf að leiðrétta.
Regluleg birgðatalning með beinum frágangi og tínslu:
Í reitnum Leita skal færa inn Vöruh.- Raunbirgðabók og velja síðan viðkomandi tengi.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Talningartímabil. Glugginn Vöruval raunbirgða opnast þar sem vörurnar eða birgðahaldseiningarnar (sem talningatímabil hafa verið sett upp fyrir) sem þarf að telja eru samkvæmt talningartímabilum þeirra.
Vörurnar eða birgðahaldseiningarnar sem á að telja eru valdar og smellt á Í lagi.
Kerfið hefur stofnað línur fyrir hvert hólf sem inniheldur vörurnar í færslubókinni.
Til athugunar Telja þarf vörurnar í öllum hólfunum sem innihalda þær vörur. Ef sumum af hólfalínunum sem kerfið sækir fyrir talningu í glugganum Raunbirgðir vöruhúss er eytt verða ekki taldar allar vörur í vöruhúsinu. Ef þess háttar ófullkomnar niðurstöður eru seinna bókaðar í Raunbirgðabók verður magnið sem bókað er rangt. Prenta skýrsluna Vöruh. - Raunbirgðalisti án þess að afmarka línur.
Vörurnar eru taldar og magnið skrifað á skýrsluna.
Færa inn magn sem var talið í reitinn Magn (raunbirgðir) í hverri línu.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Skráning veljið Dagbók til að ljúka raunbirgðatalningu vöruhúss.
Eftir talningu vörunnar eða birgðahaldseiningarinnar í öllum hólfum þar sem hún á að vera er hægt að bóka niðurstöðurnar í birgðahöfuðbók og raunbirgðahöfuðbók.
Bókun niðurstaðna með beinum frágangi og tínslu
Í reitnum Leit skal færa inn Birgðabók og velja viðkomandi tengil.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Reikna vöruhúsaleiðréttingu.
Velja skal sömu vörur og taldar voru í reglubundinni talningu raunbirgða auk allra annarra vara sem krefjast leiðréttinga og því næst hnappinn Í lagi.
Glugginn Birgðabók opnast og línur eru stofnaðar fyrir þessar vörur. Athugið að nettómagn sem var talin og skráð hólf fyrir hólf e nú hægt að sameina og samstilla sem birgðafærsla.
Bóka skal færslubók án þess að magni sé breytt.
Magnið í birgðabókinni (birgðafærslur) og magnið í vöruhúsinu (vöruhúsafærslur) er nú á ný það sama fyrir þessar vörur og kerfið hefur uppfært dagsetningu síðustu talningar á vörunni eða birgðahaldseiningu.
Nú þarf að reikna næsta talningartímabil á hverju birgða-/birgðahaldseiningarspjaldi fyrir hverja vöru/birgðahaldseiningu sem talin hefur verið.
Næsta talningartímabil reiknað:
Í kassanum Leit skal færa inn Vörur.
Birgðaspjald hverrar vöru sem reglubundin talning var gerð á er valið.
Á hverju spjaldi á Aðgerðir flipanum í Virkni hópnum, veljið Reikna talningartímabil.
Nýja talningartímabilið er reiknað og dagsetning talningartímabilsins er uppfærð í reitnum Talningatímabil síðast uppfært í flýtiflipanum Vöruhús í birgðaspjaldinu.
Til athugunar |
---|
Ef birgðaspjöldin eru uppfærð sama dag og raunbirgðirnar eru bókaðar inniheldur þessi reitur dagsetningu síðustu talningar, sem samsvarar gildinu í reitnum Dags. síðustu raunbirgða. Ef reikna á talningartímabilið síðar inniheldur þessi reitur dagsetningu talningartímabilsuppfærslunnar. |
Þegar þetta hefur verið gert kallar kerfið ekki fram línur fyrir þessar vörur í glugganum Vöruval raunbirgða þar til vinnudagsetningin er innan næsta reglubundna talningatímabil sem gefið er til kynna á birgðaspjaldinu/birgðahaldseiningarspjaldinu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |