Þegar unnið er við þjónustuvöru í þjónustupöntunum getur þurft að skrá upphafsgjald vegna þjónustu sem tengist almennt þjónustupöntun. Eftirfarandi aðferð sýnir hvernig upphafsgjald er sett inn í gluggann Þjónustulínur.
Áður en hægt er að setja inn upphafsgjald þarf að skilgreina hvaða þjónustukostnaður er upphafsgjald í reitnum Upphafsgjald þjónustupöntunar í glugganum Þjónustukerfisgrunnur.
Upphafsgjald vegna þjónustupöntunar sett inn:
Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.
Opna skal viðeigandi þjónustupöntun.
Veljið þjónustulínu. Velja Aðgerðir, velja Röð og smella síðan á Þjónustulínur. Glugginn Þjónustulínur opnast.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Setja inn upphafsgjöld.
Kerfið setur inn þjónustulínu af gerðinni Kostnaður með upphafsgjaldinu. Upphafsgjaldið á við þjónustupöntunina almennt.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |