Opnið gluggann Flytja út áætlun í Excel.
Flytur út áætlun úr Microsoft Dynamics NAV í Excel-vinnubók. Einnig er hægt að búa til nýjar áætlanir á grunni áætlunartalna eða raunverulegra talna frá fyrri tímabilum. Hægt er að flytja áætlunina aftur inn í Microsoft Dynamics NAV með því að nota aðgerðina Flytja inn áætlun úr Excel.
Mikilvægt |
---|
Hafi afmarkanir verið settar á víddir á flýtiflipanum Fjárhagsáætl.færsla þarf alltaf að tilgreina sömu víddirnar í reitnum Dálkvíddir á flýtiflipanum Valkostir. Ef það bregst glatast víddarupplýsingar þegar flutt er aftur inn í Microsoft Dynamics NAV úr Excel. |
Veldu hnappinn Í lagi til að hefja keyrsluna. Ný vinnubók í Excel er sjálfkrafa búin til og opnuð og gögnin flutt í hana. Þá er hægt að gefa Excel-skránni heiti og vista hana.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Upphafsdagur | Hér er færð inn upphafsdagsetningin í áætluninni sem flytja á út í Excel. |
Fjöldi tímabila | Fjöldi fjárhagstímabila sem á að flytja út í Excel er tilgreindur. |
Lengd tímabils | Lengd fjárhagstímabila sem á að flytja út í Excel er tilgreind. |
Dálkavíddir | Tilgreinið hvaða víddir eru birtar sem dálka þegar áætlunin er flutt út í Excel. Þar á meðal ættu að vera víddir sem settar hafa verið sem afmarkanir á flýtiflipanum Fjárhagsáætl.færsla.. Ef vídd er tekin með sem dálkvídd er hægt að sjá í Excel hvaða víddargildi fjárhagsáætlunarfærsla hefur í þeirri vídd. Einnig er hægt að bæta víddargildum við fjárhagsáætlunarfærslur í Excel fyrir valdar dálkvíddir. |
Taka samtölureglur með | Valið ef nota á samlagningarformúlur sem búnar eru til í Excel í samtölureitum gluggans Bókhaldslykill og fyrir víddagildi. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |