Einstaka sinnum gæti verið ráðlegt að stofna aftur viðskipti í innhólfinu eða úthólfinu. Ef t.d. færsla var samþykkt í innhólfinu en fylgiskjalinu eða færslubókinni var síðan eytt án þess að bóka hana er hægt að stofna innhólfsfærsluna aftur og samþykkja hana aftur.

Eftirfarandi ferli lýsir hvernig eigi að endurstofna innhólfsfærslur, en sömu skref eiga einnig við um úthólfið.

Innhólfsfærslur milli fyrirtækja endurstofnaðar

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Afgreiddar MF-innhólfsfærslur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum Afgreiddar MF-innhólfsfærslur veljið línuna með færslunni sem á að stofna aftur í innhólfinu.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Endurgera innhólfsfærslu. Velja hnappinn .

Microsoft Dynamics NAV fjarlægir línuna úr glugganum Afgreiddar MF-innhólfsfærslur og endurgerir hana í innhólfinu.

Ábending