Allar færslur milli fyrirtækja sem berast rafrænt frá MF-félögum eru taldar upp í MF-innhólfinu.

Innhólfinu raðað

Hægt er að nota afmörkunarreitina efst í innhólfsglugganum til að ákvarða hvaða færslur eru birtar í glugganum. Til dæmis, ef aðeins á skoða færslur sem tiltekinn félagi stofnaði er hægt að færa inn afmarkanir í afmörkununum Uppruni færslu og MF-félagakóti.

Uppruni færslu

Það sem hægt er að gera við færslu fer eftir því hvort hún var:

  • Stofnuð af MF-félaga
  • Hafnað af MF-félaga og send til baka

Hægt er að nota reitinn Sýna uppruna færslu til að afmarka gluggann MF-innhólfsfærslur þannig að í honum birtist aðeins önnur af þessum færslutegundum. (Einnig er hæft að afmarka eftir MF-félaga eða eftir efni reitarins Línuaðgerð.)

Stofnuð af MF-félaga

Þegar ný færsla berst sem var stofnuð af félaga er hægt að velja að:

Samþykkja færsluna

Hafna færslunni (endursenda til félaga)

Ógilda færsluna (eyða færslunni en senda hana ekki aftur til félaga)

Send til baka frá MF-félaga

Ef færslunni var hafnað af MF-félaga er eina valið að ógilda færsluna í innhólfinu. Síðan þarf að stofna leiðréttingarlínur eða bakfæra færslubókina eða fylgiskjalið í fyrirtækinu.

Innhólfsfærslur stofnaðar aftur

Ef færsla var samþykkt í innhólfinu en fylgiskjalinu eða færslubókinni var síðan eytt án þess að bóka hana er hægt að stofna innhólfsfærsluna aftur og samþykkja hana aftur.

Yfirlit yfir færslur milli fyrirtækja á tímabili

Hægt er að fá yfirlit yfir allar færslur milli fyrirtækja sem tekið var við og hafa verið sendar á tilteknu tímabili. Í skýrslunni MF-færslur koma fram allar fjárhagsfærslur, viðskiptamannafærslur og lánardrottnafærslur milli fyrirtækja.

Sjá einnig