Vöruskilapöntunum er yfirleitt eytt þegar þær hafa verið reikningsfærðar. Þegar reikningur er bókaður er hann fluttur í gluggann Bókaður innkaupakreditreikningur. Ef gátreiturinn Vöruskilaafhending á kreditreikningi hefur verið valinn í glugganum Innkaupagrunnur er reikningurinn fluttur í gluggann Bókuð skilaafhending.

Við vissar kringumstæður getur verið nauðsynlegt að eyða reikningsfærðum vöruskilapöntunum innkaupa sem ekki var eytt eða þá að draga úr fjölda bókaðra reikninga. Hægt er að eyða skjölunum með því að nota keyrsluna Eyða reiknf. innk.vöruskilapönt..

Reikningsfærðum vöruskilapöntunum innkaupa eytt:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Eyða reikningsfærðum vöruskilapöntunum innkaupa og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Hægt er að setja afmarkanir í reitunum Nr., Nr. afh.aðila og Reikn.færist á lánardr. nr. til að velja pantanirnar sem á að eyða.

  3. Velja hnappinn Í lagi.

Áður en eytt er, athugar runuvinnslan hvort innkaupaskilapantanirnar séu að fullu afhentar og reikningsfærðar

Ábending

Sjá einnig