Í vissum tilvikum kann að þurfa að eyða reikningsfærðum innkaupapöntunum sem ekki hefur verið eytt.
Reikningsfærðum innkaupapöntunum eytt:
Í reitnum Leit skal færa inn Eyða reikningsfærðum standandi innkaupapöntunum og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Eyða reikningsf. innk.pöntunum er hægt er að setja afmarkanir í reitunum No., Númer afh.aðila, og Greiðist lánardr. nr. til að velja pantanirnar sem á að eyða.
Þegar afmarkanirnar hafa verið valdar skal velja Í lagi til að keyra keyrsluna.
Microsoft Dynamics NAV kannar hvort eyddu innkaupapantanirnar hafa verið reikningsfærðar að fullu. Ekki er hægt að eyða pöntunum sem hafa ekki verið fullkomlega reikningsfærðar og mótteknar.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |