Standandi pöntunum er ekki eytt eftir að allar tengdar innkaupapantanir hafa verið unnar og reikningsfærðar. Hægt er að eyða standandi pöntunum með keyrslunni Reikningsfærðum standandi innkaupapöntunum eytt.
Reikningsfærðum standandi innkaupapöntunum eytt:
Í reitnum Leit skal færa inn Eyða reikningsfærðum standandi innkaupapöntunum og velja síðan viðkomandi tengil.
Hægt er að setja afmarkanir í reitunum Nr., Nr. afh.aðila og Reikn.færist á lánardr. nr. til að velja standandi pantanirnar sem á að eyða.
Velja hnappinn Í lagi.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |