Hægt er að nota innkaupapantanir þegar keypt er mikið magn af vöru sem verður afhent í smærri sendingum yfir ákveðinn tíma. Frekari upplýsingar eru í Um standandi innkaupapantanir.
Til að búa til standandi innkaupapöntun.
Í reitnum Leit skal færa inn Standandi innkaupapantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim, í flokknum Nýtt, skal velja Nýtt til opna nýja standandi innkaupapöntun.
í reitnum Nr. styðjið á færslulykilinn til að úthluta sjálfgefinni númeraröð.
Í reitinn Nr. afhendingaraðila er lánardrottinn valinn.
Reiturinn Pöntunardags. er hafður auður. Þegar stakar innkaupapantanir eru stofnaðar úr standandi pöntun sér kerfið um að tryggja að pöntunardagsetning innkaupapöntunarinnar er sú sama og raunveruleg vinnudagsetning.
Í sundurliðunarlínunum skal stofna sérlínu fyrir hverja móttöku. T.d. ef skipta á 1000 einingum jafnt milli fjögurra mánaða skal færa fjórar línur með 250 einingum hver.
Í flýtiflipanum Línur í tegund reitrnum skal velja fyrir hverja línu vara. Veljið vöruna í reitnum Nr..
Í reitnum Magn er í hverri línu færð inn upphæð sem panta á fyrir þá línu.
Reiturinn Magn til móttöku er fylltur út sjálfkrafa til að gefa til kynna það magn sem innkaupapantanirnar eiga að stofnast fyrir á viðeigandi móttökudagsetningum.
Í reitnum Væntanleg móttökudags. í hverri línu skal færa inn dagsetninguna sem þessi vara skal móttekin.
Stofnun innkaupapöntunar með standandi innkaupapöntun
Til að stofna pöntun fyrir einhverja línuna skal fjarlægja magn í reitnum Magn til móttöku á öllum línum sem EKKI er vilji til að móttaka að þessu sinni.
Þegar komið er að því að stofna pantanir skal fara í flipann Aðgerðir í flokknum Almennt og velja Búa til pöntun . Velja hnappinn Já. Skilaboð birtast um að standandi pöntunin hafi fengið pöntunarnúmer. Takið eftir að standandi pöntuninni hefur ekki verið eytt.
Velja hnappinn Í lagi.
Til að sjá niðurstöður fyrri skrefa er farið í tækjastikuna Línur, valmyndina Línur og Óbókaðar línur, valdar, og síðan Pantanir.
Í glugganum Innkaupalínur veljið viðkomandi Innkaupapöntun. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Sýna fylgiskjal.
Upplýsingar um breytta standandi pöntun
Um leið og standandi pöntun er breytt í innkaupapöntun, inniheldur innkaupapöntunin allar línurnar frá standandi pöntuninni. Magntölur fyrir línurnar þar sem magnið í reitnum Magn til móttöku var eytt, birtast en með auðum Magn reitum. Hægt er velja hvort línurnar haldi sér, þeim sé breytt eða þeim eytt.
Magntalan í innkaupapöntunarlínunni má ekki vera hærri en magntalan í tengdri standandi pöntunarlínu. Annars er ekki hægt að bóka innkaupapöntunina.
-
Þegar innkaupapöntunin er bókuð sem móttekin eða reikningsfærð, uppfærir Microsoft Dynamics NAV reitina Móttekið magn og Reikningsfært magn á viðeigandi standandi pöntun.
-
Skráð er númer standandi pöntunarinnar og línunúmerið sem eiginleika innkaupalínanna þegar pöntunin er stofnuð úr standandi pöntun.
-
Þegar innkaupapöntunin er bókuð sem móttekin eða reikningsfærð, uppfærir Microsoft Dynamics NAV reitina Móttekið magn og Reikningsfært magn á viðeigandi standandi pöntun.
Þegar innkaupapantanir eru ekki stofnaðar beint upp úr standandi pöntun en tengjast henni eigi að síður er hægt að koma á tengingu milli innkaupapöntunar og standandi pöntunar með því að skrá númer tengdrar standandi pöntunar í reitinn Standandi pöntun nr. á innkaupapöntunarlínunni.
Þegar innkaupapöntun hefur verið stofnuð fyrir heildarmagn standandi pantanalínu tryggir Microsoft Dynamics NAV að engar aðrar innkaupapantanir geti verið stofnaðar fyrir sömu línu með því að koma í veg fyrir að notendur geti fært inn magntölu í reitinn Magn til móttöku. Ef þarf að bæta viðbótarmagni við standandi pöntun er hægt að hækka gildið í reitnum Magn og svo stofna viðbótarpantanir.
Reikningsfærð standandi innkaupapöntun er geymd þar til henni er eytt, annaðhvort með því að nota aðgerðina Eyða (Ctrl+D) í einstökum standandi pöntunum eða með því að keyra keyrsluna Eyða reikn.f. st. innk.pönt..
Skráning samskipta standandi pantana
Ef lánardrottinn er einnig skráður sem tengiliður í Sölu og markaðssetningu, og ef tilgreindur hefur verið kóti samskiptasniðmáts fyrir standandi innkaupapantanir í glugganum Tengslastjórnunargrunnur, þá eru samskipti skráð sjálfkrafa í töflunni Samskiptaskráningarfærsla þegar standandi innkaupapöntunin er prentuð út.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |