Þegar samið hefur verið um verð sem flokkur viðskiptamanna á að greiða fyrir ákveðnar vörur er samkomulagið um vörurnar skráð í línurnar í glugganum Söluverð.

Söluverð stofnað fyrir flokk viðskiptamanna:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Verðflokkar viðskm. og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið línuna fyrir verðflokk viðskiptamanns. Á flipanum Færsluleit í flokknum Verðflokkur viðskm. skal velja Söluverð. Glugginn Söluverð opnast. Í reitnum Tegund sölu stendur Verðflokkur viðskiptamanns og í reitnum Sölukóti er verðflokkurinn sem var valinn.

  3. Í reitina í línunum skal færa vörunr., mælieiningu og umsamið einingarverð. Einnig er hægt að sýna dálkinn Afbrigðiskóti og tilgreina afbrigðiskótann ef mörg afbrigði eru af vörunni.

  4. Ef viðskiptamannaflokkurinn þarf að kaupa inn lágmarksmagn til að fá umsamið verð er reiturinn Lágmarksmagn fylltur út.

  5. Ef með þarf er færð inn upphafsdagsetning og lokadagsetning verðsamkomulagsins.

  6. Ef með þarf er einnig hægt að tilgreina gjaldmiðilskótann og hvort línuafsláttur og reikningsafsláttur leyfist.

Skrefin eru endurtekin við hverja vöru sem stofna á Söluverð fyrir.

Til athugunar
Þegar verðsamkomulag er stofnað er hægt að tilgreina að VSK sé innifalinn í verði með því að setja kóta í reitinn VSK viðsk.bókunarfl. (verð) og velja reitinn Verðið er með VSK .

Ábending

Sjá einnig