Fyrir vörur sem hafa verið settar upp með afturvirkri birgðaskráningu er sjálfgefin virkni að reikna út og bóka notkun íhluta þegar stöðu útgefinnar framleiðslupöntunar er breytt í Lokið. Frekari upplýsingar eru í Birgðaskráningaraðferð.
Ef leiðartengilskótar eru einnig skilgreindir verður reiknað og bókað eftir hverja aðgerð og magnið sem var raunverulega notað í aðgerðinni bókað. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Leiðartengil.
Til dæmis ef framleiðslupöntun um að framleiða 800 metra krefst 8 kg af íhlut, og ef 200 metrar eru bókaðir sem frálag, bókast 2 kg sjálfkrafa sem notkun.
Þessi aðgerð er gagnleg af eftirfarandi ástæðum:
- Birgðir - Verðmæti - Virðisfærslur fyrir frálag og notkun eru stofnaðar samhliða framleiðslupöntun í vinnslu. Án leiðartengilskóða munu birgðagildi hækka þar sem afköst eru bókuð og svo minnka síðar meir þegar gildi íhlutanotkunar er bókuð ásamt lokinni framleiðslupöntun.
- Birgðir til ráðstöfunar - með stöðugri notkunarbókun er betur uppfært hvort íhlutir eru til ráðstöfunar, sem er mikilvægt til að viðhalda innra jafnvægi á milli eftirspurnar og framboðs. Án leiðartengilskóta kunna aðrar eftirspurnir eftir íhlutnum að líta svo á að hann sé laus, svo framarlega sem hann bíður seinkaðrar notkunarbókunar.
- Tímanleg - þegar hægt er að sérstilla afurðir eftir beiðni viðskiptamanna er hægt að draga úr rýrnun með því að tryggja að breytingar á verkum og kerfisbreytingar eigi sér aðeins stað þegar þess þarf.
Eftirfarandi ferli sýnir hvernig eigi að sameina afturvirka birgðaskráningu og kóta leiðartengils þannig að magnið sem er skráð fyrir hverja aðgerð sé í samræmi við raunverulegan frálag lokinna aðgerða.
Til að birgðaskrá íhluti samkvæmt frálagi aðgerðar
Í reitnum Leita skal færa inn Vörur og velja síðan viðkomandi tengi.
Veljið íhlutinn sem á að setja upp. Á flipanum Heim í flokknum Stjórna skal velja Breyta.
Á flýtiflipanum Áfylling, í reitnum Birgðaskráningaraðferð, skal velja Framsenda.
Til athugunar Veljið Tínsla + Áfram ef íhluturinn er notaður í birgðageymslu sem er sett upp fyrir beinan frágang og tínslu. Í reitnum Leit skal færa inn Leiðir og velja síðan viðkomandi tengil.
Skilgreina leiðartengilskóða fyrir hverja aðgerð sem notar íhlutinn. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Leiðartengil.
Í reitnum Leit skal færa inn Framleiðsluuppskrift og velja síðan viðkomandi tengil.
Skilgreina leiðartengilskóta úr hverju íhlutstilviki við aðgerðina þar sem hann er notaður. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Leiðartengil.
Mikilvægt Íhluturinn verður að hafa leiðartengil við síðustu aðgerð leiðarinnar.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |