Þegar gengið hefur verið frá vörum og áður en þær eru tíndar til að fylla upp í framleiðslupöntun eða afhendingu eru þær geymdar í vöruhúsinu sem hluti af tiltækum birgðum.

Þær aðstæður geta komið upp að taka þurfi vörur tímabundið úr tínsluhólfum vöruhússins, til dæmis til notkunar sem sýnishorn í sölukynningu. Þessar vörur eru enn í eigu fyrirtækisins og eru hluti af birgðum en eru ekki tiltæk í tínslu. Þær eru skráðar í sérstakt hólf sem stofnað er í þessum tilgangi; tæknilega eru vörurnar í vöruhúsinu en í raun gætu þær verið í fundarherbergi eða sýningarsal.

Einnig gæti framleiðslueiningin óvænt þurft að fá nokkra hluti vegna vinnslu. Hægt er að tína vörur fyrir framleiðsluhólf með innanhússtínslunni. Þegar vinnslunni er lokið og úttak verður til er notkun vörunnar bókuð og framleiðsluhólfið tæmt sem síðan minnkar magn vörunnar í birgðageymslunni.

Á sama hátt er hægt að skila vörum í vöruhúsið til frágangs. Varan gæti hafa verið tekin úr tiltækum birgðum og síðan aldrei notuð. Ganga verður frá þeim í hólfi til að þær verði tiltækar aftur í birgðum.

Hægt er að nota valkostina Innanhússtínslur og Innanhússfrágangar til að tína og ganga frá án þess að vísa í ákveðið upprunaskjal. Með báðum þessum valkostum er auðvelt að setja upp allar þær upplýsingar sem þarf til að stofna vöruhúsaleiðbeiningar um tínslu eða frágang.

Til athugunar
Ef ekki eru notaðar innanhússtínslur og innanhússfrágangar er hægt að gera þessar leiðréttingar með því að færa vörur úr hólfi í hólf eða að bóka magnleiðréttingar í hólfi.  

þegar birgðageymslan notar beinan frágang og tínslu og því hólfategundir er ekki hægt að færa vörur handvirkt inn og út úr hólfi af tegundinni RECEIVE því vörur sem eru í hólfi af þeirri gerð verður að skrá sem frágengnar áður en þær verða hluti af tiltækum birgðum.

Tínsla stofnuð úr innanhússtínslu:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Innanhústínsla vöruhúss og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Reiturinn Nr. er fylltur út og reiturinn Kóti til-hólfs á flýtiflipanum Almennt. Reiturinn Kóti til-hólfs tilgreinir hólfið sem vörurnar eru sóttar í. Við framleiðslu væri þetta hólf innhólf framleiðslu eða opið búðarhólf. Annars skal velja Kóta til-hólfs með hólfi af tegund sem ekki er notuð við tínslu, oftast nær undirbúnings- eða afhendingarhólf eða hólf fyrir sérstök tilefni.

  3. Vara er valin í reitnum Vörunr. og magnið sem á að tína fært inn.

  4. á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar skal velja Stofna tínslu. Vöruhúsatínsluleiðbeiningar eru nú tilbúnar fyrir starfsmann vöruhúss.

Frágangur stofnaður úr innanhússfrágangi:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Innanhúsfrágangur vöruhúss og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Fyllt er í reitina Nr. og Kóti frá-hólfs á flýtiflipanum Almennt. Reiturinn Kóti frá-hólfs tilgreinir hólfið þar sem vörurnar sem skila á í vöruhúsið, til dæmis úr framleiðslu, eru geymdar.

  3. Vörunúmerin og magnið er fært inn í línurnar.

  4. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Stofna frágang. Leiðbeiningar um vöruhúsafrágang eru nú tilbúnar fyrir starfsmann vöruhúss.

Ábending

Sjá einnig