Þegar innkaupapöntun er bókuð verður að velja hvort bóka á pöntunina sem móttekna, reikningsfærða eða hvort tveggja.
Innkaupapöntunin er hönnuð til að fást bæði við heildar- og hlutamóttöku vara og hægt er að reikningsfæra annaðhvort við móttöku eða síðar.
Til athugunar |
---|
Einungis er hægt að reikningsfæra innkaupapantanir ef þær eru mótteknar á sama tíma og reikningsfært er eða ef þær hafa þegar verið mótteknar. |
Innkaupapantanir bókaðar:
Í reitnum Leit skal færa inn Innkaupapantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Opna skal innkaupapöntunina sem bóka á.
Tryggja að reiturinn Reikningsnr. lánardr. sé fylltur út.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Bókun veljið Bóka og veljið svo eina af eftirfarandi valmöguleikum.
Valkostir Lýsing Móttakist
Bókar móttöku varanna.
Reikningur
Reikningsfærir vörur sem þegar hafa verið mótteknar.
Móttaka og reikningsfæra
Reikningsfærir og bókar móttöku varanna samtímis.
Velja hnappinn Í lagi.
Ef skoða á niðurstöðufærslur er farið á flipann Færsluleit, flokkinn Röð og Móttökur eða Reikningar valdar.
Ef pöntunin er bókuð að fullu, bæði móttekin og reikningsfærð, er innkaupapöntuninni eytt.
Til athugunar |
---|
Þegar verknúmer er fært inn í reitinn Verk nr. á innkaupalínu með vöru er birgðafærslan ekki stofnuð. Aðeins verkfærsla er stofnuð þegar skjalið er bókað. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |