Greiningarskýrslur eru notaðar til að til að greina sölu samkvæmt lykilstærðum sem notandi velur sjálfur, svo sem sölutölum í upphæðum og magni, framlegð eða raunsölu í samanburði við áætlun. Einnig er hægt að nota skýrsluna til að greina meðalsöluverð og meta frammistöðu sölumanna.

Stofnun skýrslu felst samtenging greiningarlína, t.d. lista yfir viðskiptamannaflokka, og greiningardálka; t.d. brúttó ágóði á þessu ári í samanburði við fyrra ár. Áður en nýjar skýrslur eru stofnaðar verður að velja sniðmát fyrir línurnar og dálkana. Hægt er að setja upp eins mörg dálk- og línusniðmát og þarf og tengja þau síðan til að stofna nýjar greingarskýrslur. Nánari upplýsingar er að finna í Hvernig á að setja upp greiningarlínusniðmát og Hvernig á að setja upp greiningardálkssniðmát.

Nýjar sölugreiningarskýrslur stofnaðar

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Sölugreiningarskýrslur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum Sölugreiningarskýrslu á flipanum Heim í flokknum Nýtt veljið Nýtt.

  3. Smellt er á fyrstu auðu línuna og í reitnum Heiti er fært inn heitið sem greiningarskýrslan á að fá. Færð er inn lýsing í reitinn Lýsing og smellt á Í lagi.

  4. Fylla skal í reitinn Heiti greiningarlínusniðmáts og Heiti greiningardálkssniðmáts.

  5. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna skal velja Breyta greiningarskýrslu. Glugginn Sölugreiningarskýrsla opnast.

  6. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Sýna fylki til að sjá skýrsluna sem var búin til.

Til athugunar
Myndun samsetninga af línu- og dálkssniðmátum til að stofna skýrslu og tenging mismunandi heita við þau er valfrjáls. Ef þetta er gert og skýrsluheiti valið þarf ekki að velja línu- og dálkssniðmát í glugganum Sölugreiningarskýrsla. Þegar skýrsluheiti hefur verið valið er hægt að breyta línu- og dálkssniðmátum hvoru í sínu lagi og velja síðan skýrsluheitið aftur til að fá upphaflegu samsetninguna aftur.

Ábending

Sjá einnig