Hægt er að ógilda verkefni sem úthlutað hefur verið á sölumenn en ekki er lengur þörf á að ljúka eða þá að hætt hefur verið við þau.

Ógilda verkefni í glugganum Verkefni. Í glugganum Verkefnalisti birtast verkefni fyrir tengiliði, sölumenn, söluherferðir eða teymi eftir því hvar hann er opnaður. Aðferðin sem notuð er til að ógilda verkefni á tengiliðaspjaldi er rakin hér að neðan. Skrefin eru svipuð fyrir sölufólk, söluherferðir og teymi.

Ógilding verkefna:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Tengiliður og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Velja skal viðeigandi tengilið.

  3. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Tengiliður, skal velja Verkefni.

  4. Í glugganum Verkefnalisti er valið verkefnið sem á að loka. Til að opna spjaldið Verkefni er farið á flipann Aðgerðir, flokkinn Almennt og Breyta verkefnum skipuleggjanda valið.

  5. Á spjaldinu Verkefni skal velja svæðið Hætt við.

Til athugunar
Ógild verkefni eru ekki fjarlægð úr glugganum Verkefnalisti, en birtast sem ógilt.

Eigi að fjarlægja verkefnið úr glugganum Verkefnalisti þarf að eyða því.

Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að eyða Verkefnum.

Ábending

Sjá einnig