Til að leiðrétta ranga sölufærslu þarf að slá inn tvær línur í birgðabók. Magnið er fært inn sem mínust í röngu kóðalínuna og sem plústala í réttu kóðalínuna.

Að leiðrétta kóta víddargildis í birgðabókafærslu fyrir sölu:

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Birgðabók og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í fyrstu færslulínu er fært inn nákvæmt afrit af röngu sölufærslunni.

  3. Í reitnum Færslutegund verið viss um að velja Sala og færið síðan inn magnið sem neikvæð tala. Nánari upplýsingar um tiltekinn reit fást með því að velja reitinn og ýta á F1.

  4. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Víddir.

  5. Kóti röngu víddarinnar er valinn í reitnum Víddarkóti eða í reitnum Kóti víddargildis og þar er víddin með sama ranga víddargildinu valin.

  6. Í annarri færslulínu er færð inn rétta sölufærslan með réttri vídd og réttu víddargildi. Magntalan verður að vera plústala.

  7. Á flipanum Heim veljið Bóka til að bóka færslubókina.

Til athugunar
Ranga víddin gæti verið ein þeirra átta vídda sem hægt er að velja á línunni.

Ábending

Sjá einnig